Allianz heldur vöxtum óbreyttum milli ára með 3,2% ávöxtun 2022 fyrir lífeyristryggingar (Perspektive)

Allianz heldur vöxtum óbreyttum milli ára með 3,2% ávöxtun 2022 fyrir lífeyristryggingar (Perspektive)

Allianz tryggir fjárhagslega afkomu fólks. Þess vegna er miðað við öryggi í fjárfestingum.

Venjulega er áhætta fjárfestis meiri eftir því sem að vextir hækka, þ.e.a.s. eftir því sem að vextir eru hærri eru meiri líkur á því að fjármunir tapist. Hinsvegar er mjög lágt vaxtaumhverfi heldur ekki gott fyrir fjárfesta, sérstaklega ekki þegar að verðbólga er á ferðinni. Vextir á ríkisbréfum sem eru grunnstoðir fjármögnunar í hagkerfum Evrópu og Bandaríkjanna hafa farið lækkandi undanfarin 15 ár og eru í sögulegu lágmarki. Um leið og verðbólga hefur aukist með hækkunum á hrávöru og fleiru. Vextir á besta flokki evru skuldabréfa voru 4 febrúar frá mínus 0.679% fyrir 4 mánaða bréf upp í plús 0.396% fyrir 30 ára bréf. Þegar að vextir eru svona lágir ber það vott um stöðu alls hagkerfisins. Venjulega er það skírt með lágri framleiðni hagkerfa sem er þversagnarkennt miðað við tækniframfarir undanfarinna ára.

Fjármálakerfi heimsins eru í breytingarfasa sem að byrjaði fyrir alvöru við bankahrunið 2008. Fákeppni hefur verið til staðar hvað varðar risa hátæknifyrirtæki og stærri fjárfesta sem að hefur mögulega leitt af sér markaðshindranir. Þá skortir fjármögnun af hendi þeirra sem eru viljugir til að taka mikla áhættu á miklum óvissu tímum. Þekkingariðnaðurinn reiðir sig æ meira á óhlutbundnar eignir og bankakerfið sem að reiðir sig á veð til að byggja lántökur á mætir gríðar miklum breytingum alþjóðlega þar sem tilkoma Internetsins hefur gjörbreytt starfsháttum.

Allianz er þess vegna sérstaklega stolt af því að ná að viðhalda yfir 3% ávöxtun í slíku umhverfi og öruggum sparnaði. Um leið hefur félagið lagt áherslu á sjálfbærar fjárfestingar sem eiga bæði að gera fólki og jörðinni gott m.a. í hreinni orku. Í þessu hefur Allianz tekist að nýta gæði sín og stærð á markaði þar sem félagið er eitt það stærsta í heimi og er það grundvöllur fyrir því að bjóða upp á stöðugleika í fjárfestingum til langs tíma. Þetta er sérlega mikilvægt þar sem enn ríkir mikil óvissa í hagkerfum heimsins.

Heimildir auk þess sem kemur frá bakvinnslu Allianz

Seðlabanki Evrópu – vaxtatafla

Verðbólgu og vaxtaþróun ESB, Bretlandi og víðar

Demertzis, M. & N. Viegi (2021) “Low Interest rates in Europe and the US: one trend, two stories”, Policy Contribution 07/2021, Bruegel