Allianz stærsta vörumerki í heimi í flokki tryggingafyrirtækja

Allianz stærsta vörumerki í heimi í flokki tryggingafyrirtækja
People-dancing-illustration

Í október gaf ráðgjafafyrirtækið Interbrand út lista yfir verðmætustu vörumerki í heimi. Interbrand gefur út þennan lista árlega. Skýrsla hvers árs miðar að því að bera kennsl á 100 verðmætustu vörumerki heims. Matsaðferð Interbrand var sú fyrsta sem hlaut ISO 10668 vottun.

Til að verða gjaldgeng verða vörumerkin að vera skráð á markað og vera sýnileg á heimsvísu. Vörumerkin eru síðan metin í samhengi við hagnað sem hægt er að tengja við það, hlutverki vörumerkisins, þ.e. að hve miklu leyti vörumerkið hefur áhrif á ákvörðun um kaup og að lokum styrkleika vörumerkisins, þar sem skoðaðir eru tíu mismunandi innri og ytri þættir varðandi frammistöðu vörumerkisins.

Interbrand metur það sem svo að Allianz sé verðmætasta vörumerki í heimi í flokki tryggingafyrirtækja, 3. verðmætasta vörumerki í heimi í flokki fjármálafyrirtækja og 39. stærsta vörumerki í heimi þegar á heildina er litið.

Við hjá Allianz á Íslandi erum stolt á því að vera þátttakendur í þessum frábæra árangri á heimsvísu.

Lesa má meira um Interbrand og skoða listann á meðfylgjandi slóð www.bestglobalbrands.com