Heimur tækifæra Fjárfestingar Allianz

Örskýring á 30 sekúndum Fjárfestingar Allianz – fjárfestu í morgundeginum í dag

  • Yfir 100 ára reynsla, stærð Allianz og sérfræðiþekking á sviði fjárfestinga um allan heim gerir okkur kleift að fjárfesta meira en þriðjungi af fjármagni í hlutabréfum og öðrum vænlegum fjárfestingum sem eru ekki aðgengilegar fyrir aðra einkafjárfesta.
  • Allianz Lebensversicherungs-AG hefur umsýslu með um 260 milljörðum evra sem dreifast á ólíkar fjárfestingaleiðir.
  • Fjárfestingarnar eru hugsaðar til langtíma, þess vegna viljum við fjárfesta á öruggan og vænlegan hátt og víða í meira en 50 eignaflokkum í mismunandi löndum, svæðum og gjaldmiðlum.
  • Við trúum því að fjárfestingar geti breytt heiminum til hins betra og á sama tíma verið ábatasamar, hvort sem þær eru í innviðaverkefnum, endurnýjanlegri orku eða við val á fjárfestingum í fyrirtækjum sem eru kolefnishlutlaus.

Fjármálasafn

Allianz Lebensversicherungs-AG hefur umsýslu með um 260 milljörðum evra sem dreifast á ólíkar fjárfestingarleiðir. Hér er um fjölbreytta dreifingu á fjárfestingarkostum allt frá hefbundnum hluta- og skuldabréfakaupum yfir í fjárfestingar í innviðum samfélaga líkt og raforku-, ljósleiðara- og fráveitukerfum svo dæmi séu tekin. Allianz hugsar sínar fjárfestingar til langtíma, við viljum fjárfesta á öruggan og vænlegan hátt, en við fjárfestum í meira en 50 eignaflokkum, í mismunandi löndum, svæðum og gjaldmiðlum. Þökk sé þessari fjölbreyttu blöndu er hægt að jafna verðsveiflur í einstökum hlutum og þannig skapa góða ávöxtun fyrir viðskiptavini okkar.

Nánari útlistun á einstaka liðum í fjárfestingarstefnunni er hér að neðan.

fjárfestingarskífa2024v3
man_sitting_on_vault_holding_money (original)2.png

Hlutabréf

Hlutabréf eru vænlegur fjárfestingarkostur. Í þeim felst tækifæri á hækkun hlutabréfanna og aukatekjum í formi arðs og þau draga einnig úr áhrifum verðbólgu. Þau eru skynsamleg fjárfesting til lengri tíma og grunnstoð í okkar eignasafni.

Man carrying folder_rgb_SetA (original)2.png

Einkafjárfestingar

Um er að ræða fjárfestingar í hlutum fyrirtækja sem ekki er verslað með í kauphöllinni. Hér er oftast um tímabundnar fjárfestingar að ræða þar sem markmiðið er að skila góðri ávöxtun. Allianz velur fyrirtæki með gott jafnvægi milli arðsemi og áhættu.

horse_with_stacks_of_money (original)2.png

Ríkisskuldabréf iðnríkja

Þessar fjárfestingar bjóða upp á stöðuga ávöxtun og eru traustur grunnur fyrir lífeyristryggingar miðað við litla áhættu og ávöxtun.

Engineer man with turbine_rgb_SetB (original)2.png

Endurnýjanleg orka

Allianz Leben ásamt öðrum dótturfélögum Allianz eiga meira en 100 vind- og sólarorkugarða í Austurríki, Finnlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Póllandi, Portúgal, Svíþjóð og Bandaríkjunum . Í lok árs 2021 fjárfestum við einnig í hlut í stærsta vindorkuveri í heimi á hafi úti sem er í Hollandi (enn í smíðum). Samanlagt gætu verksmiðjurnar staðið undir árlegri raforkuþörf meira en einnar og hálfrar milljóna heimila.

Man with mug_rgb_SetB (original)2.png

Innviðaverkefni

Innviðafjárfestingar eru líka mjög áhugaverðar fyrir okkur. Hér er um að ræða fjárfestingu, oftast til langs tíma sem skilar góðri ávöxtun. Sem dæmi um það, þá fjárfestum við í bílastæðasérleyfi í Chicago ásamt öðrum fjárfestum og tryggðum okkur þannig tekjur af bílastæðagjöldum næstu áratugina. Auk þess tókum við að okkur lánsfjármögnun á hluta af hraðbrautinni nálægt Marseille í Frakklandi. Allianz ásamt samstarfsaðilum, fékk einnig leyfi til að leggja og með því eignast Thames Tideway Tunnel, ný 25 km skólpgöng í London. Fjárfestingar sem þessar gefa okkur stöðugar tekjur næstu áratugina. Fleiri fréttir af innviðaverkefnum má sjá hér.

man_sitting_on_vault_holding_money (original)2.png

Fjármögnun bygginga og fasteignir

Fasteignir eru önnur lykilstoð í fjárfestingum okkar. Um er að ræða beinar og óbeinar fjárfestingar sem og fjármögnun atvinnuhúsnæðis.

Fjárfest er um allan heim, fyrst og fremst í helstu borgum Asíu, Evrópu og Bandaríkjunum. Flestar beinar fjárfestingar okkar snúa að aðalskrifstofueignum eins og EDGE East Side skrifstofuturninum í Berlín, 30 Hudson Yards skrifstofubyggingunni í New York eðaRonsin Tech Center í Kína.
Hægt er að skoða fleiri spennandi fjárfestingarverkefni Allianz á sviði fasteigna hér.

woman_cheering_in_front_of_calculator (original).png

Skuldabréf á nýmörkuðum

Mikill hagvöxtur einkennir oft markaði sem þessa. Minni skuldir í samanburði við iðnvæddari ríki og hærri ávöxtunarkrafa gera þessar fjárfestingar í skuldabréfum nýmarkaða aðlaðandi valkost fyrir langtímafjárfesta eins og Allianz.

woman_pushing_coin (original)2.png

Veðskuldabréf og önnur lán

Kaup á veðskuldabréfum hafa lengi verið hluti af kjarnafjárfestingum Allianz, en á síðustu árum hafa vextir lækkað og aðdráttarafl slíkra fjárfestinga því minnkað.

man_with_megaphone (original)2.png

Skuldabréf fyrirtækja

Ávöxtunarálag skuldabréfa fyrirtækja gerir þennan fjárfestingarkost afar aðlaðandi. Allianz fjárfestir í mörgum ólíkum löndum og mörgum ólíkum greinum.

Viltu vita meira?

Panta ráðgjöf

Kolefnishlutlausar fjárfestingar

william-bossen-Q1js5z4tKLA-unsplash.jpg

Allianz hefur sett sér ákveðin markmið um leið sína að kolefnishlutlausum fjárfestingum: Fyrir árið 2025 ætti losun gróðurhúsalofttegunda frá fyrirtækjum sem Allianz fjárfestir í, með hlutabréfum og fyrirtækjaskuldabréfum, að minnka um 25% miðað við lok árs 2019. Í árslok 2021 hafði Allianz Leben þegar náð því hlutfalli niður í 18%.
Allianz hefur skuldbundið sig til að gera öll vátryggð eignasöfn kolefnishlutlaus fyrir árið 2050.

Tækifærin eru víða Fjármagn í kringum þig getur breytt heiminum til hins betra

cq5dam.web.1280.1280.jpeg

Endurnýjanleg orka

Framtíð orkuöflunar í heiminum er endurnýjanleg orka. Allianz leggur sitt að mörkum hvað það varðar. Samanlagt gætu orkuverin í Evrópu sem Allianz hefur fjárfest í, staðið undir árlegri raforkuþörf meira en 1,5 milljón meðalheimila.

cq5dam.web.1280.1280

Innviðaverkefni

Allianz hefur fjárfest í innviðaverkefnum síðan árið 2007. Um er að ræða langtíma fjárfestingar þar sem Allianz leggur áherslu á að fá stöðugar tekjur en jafnframt veita almenningi nauðsynlega þjónustu og hafa sterka markaðsstöðu. Dæmi um þetta er fjárfesting í uppfærsla á ljósleiðarakerfi Þýskalands, Elenia raforkukerfið í Finnlandi og fráveita frá Thames Tideway Tunnel í London.

cq5dam.web.1280.1280

Eignir

Í gegnum Allianz Real Estate fjárfestum við beint og óbeint í arðbærum fasteignum um allan heim ásamt fasteignafjármögnun. Þannig grípur Allianz stöðugt tækifæri sem bókstaflega byggja framtíðina. Áhersla fjárfestinga er á skrifstofueignir og verslunarmiðstöðvar á fyrsta flokks stöðum, en einnig í auknum mæli á lagerhúsnæðum og stúdentaíbúðum. Fjárfestingardæmi eru til dæmis Sky SOHO í Kína, 30 Hudson Yards skrifstofubyggingin í New York og EDGE East Side skrifstofuturninn í Berlín.

Hægt er að skoða fleiri dæmi um fasteignafjárfestingar hér.

Spurt og svarað

Bitcoin og dulritunargjaldmiðlar er spennandi umræðuefni vegna þess að þeir byggja á mjög flókinni dulkóðunartækni, sem hefur gríðarlega mögleika og mun án efa verða mikið notuð í framtíðinni, og er sú bylting í raun hafin.
Hins vegar fjárfestir Allianz ekki í Bitcoin eða öðrum dulritunargjaldmiðlum. Frá okkar sjónarhóli henta dulritunargjaldmiðlar ekki fyrir fjármagnsfjárfestingu tryggingaaðila. Við sjáum ekki dulritunargjaldmiðla sem raunverulegan gjaldmiðil. Miklar daglegar sveiflur á markaði standast ekki almennar kröfur sem gerðar eru á staðlaða gjaldmiðla. Dulritunargjaldmiðlar eru eins og er eingöngu spákaupmennska.
Önnur ástæða fyrir því að við viljum ekki fjárfesta í Bitcoin er sjálfbærni þátturinn. Bitcoin hefur árlega orkunotkun sem jafngildir orkuþörf Svíþjóðar og því miður er mikið af þeirri orkuþörf knúin áfram af ósjálfbærri orkuframleiðslu.

Nei.

Sjálfbærni og tækifæri til ávöxtunar eru ekki mótsögn, þvert á móti: við gerum ráð fyrir bættri áhættu-arðsemisviðum í fjárfestingum okkar til lengri tíma litið með því að taka tillit til sjálfbærniviðmiða við fjárfestingu.

Vegna þess að ef hætta er á að vörur og þjónusta hafi neikvæð áhrif á umhverfi og samfélag er hagkvæmt að greina þessar áhættur á frumstigi og taka tillit til þeirra við fjárfestingu. Þetta gerir okkur kleift að forðast tap á virði fjárfestinga okkar, sem hlýst t.d. af afleiddum kostnaði af umhverfisspjöllum eða illa stjórnuðum fyrirtækjum.

Sjálfbærni í fjárfestingarferlinu þýðir hagkvæmni í framtíðinni. Það sérstaklega við um langtímafjárfesti eins og Allianz, sem fjárfestir gjarnan til margra áratuga.