Jafnlaunavottun

Vefstjóri Uncategorized

Fyrir stuttu síðan gerði PwC jafnlaunaúttekt fyrir Allianz Ísland hf., þar sem mælt var hvort munur væri á launum karla og kvenna hjá félaginu að teknu tilliti til aldurs, starfsaldurs, menntunar og heildarvinnustunda. Það er gaman að segja frá því að eftir þá úttekt hlaut Allianz Ísland hf., Gullmerki jafnlaunaúttektar PwC fyrir góðan árangur í jafnréttismálum.

Það voru fulltrúar frá Allianz á Íslandi og Allianz í Þýskalandi sem tóku á móti viðurkenningunni.

Frá vinstri; Eyjólfur Lárusson frá Allianz á Íslandi, Hafsteinn Einarsson frá PwC og Christoph Pfeifer frá Allianz í Þýskalandi.