Bréf frá Allianz í Þýskalandi

Vefstjóri Uncategorized

Vegna bréfa sem eru að berast viðskiptavinum frá Allianz Lebensversicherungs AG í Þýskalandi. Um er að ræða upplýsingaöflun vegna FATCA & CRS.

Hvað er FATCA og CRS?
Sjálfvirk miðlun upplýsinga um fjármálareikninga og vátryggingasamninga á sviði skattamála

  • milli Bandaríkjanna (BNA) á grundvelli milliríkjasamnings milli Þýskalands og BNA (FATCA)
  • milli fleiri landa á grundvelli samkomulags milli margra landa (CRS).

Allianz í Þýskalandi ber á grundvelli ofangreindra reglna, sem hafa það að markmiði að koma í veg fyrir skattaundanskot, skylda til þess að standa skattyfirvöldum skil á upplýsingum um viðskiptavini sem eru skattskyldir í BNA eða öðru landi.

Það hefur engin áhrif á tryggingarvernd að svara ekki bréfinu.