Breyting á framlagi úr 4% í 2%

Vefstjóri Uncategorized

Alþingi hefur samþykkt að breyta tekjuskattslögum á þann veg að heimild til frádráttar iðgjalda í viðbótarlífeyrissparnað frá tekjuskattsstofni verði 2% í stað 4% næstu þrjú ár, þ.e. frá byrjun janúar 2012 til ársloka 2014.

Ekki þarf að breyta núgildandi samningum um viðbótarlífeyrissparnað vegna laganna, heldur ber launagreiðanda að tryggja að frjálst framlag launafólks í viðbótarlífeyrissparnað verði ekki umfram 2% af iðgjaldastofni.

Launagreiðendur verða því að annast það verk að lækka iðgjald launþegans niður í 2% af launum.