Afkoma Allianz 2012

Vefstjóri Uncategorized

Rekstrarhagnaður Allianz (Global) fyrir árið 2012 nam 9,5 milljörðum evra (c.a. 1.550 milljarðar ISK) og jókst um 20,8% milli áranna 2012 og 2011 Tekjur félagsins voru 106,4 milljarðar evra (rúmlega sautján þúsund milljarðar ISK). Er það tæplega 3% tekjuaukning á milli áranna 2012 og 2011.

Framúrskarandi fyrirtæki 2012

Vefstjóri Uncategorized

Nú nýlega var Allianz á Íslandi heiðrað fyrir góðan rekstur árið 2012. Það er mikill heiður fyrir Allianz á Íslandi að vera í hópi þeirra 1% fyrirtækja sem hafa framúrskarandi rekstur samkvæmt mati Creditinfo fyrir árið 2012. Er þetta í annað sinn sem félagið hlýtur þennan heiður, en félagið var líka í þessum hópi fyrir árið 2011. Allianz leggur mikla …

Hlé á iðgjaldagreiðslum

Vefstjóri Uncategorized

Að gefnu tilefni skal það tekið fram að í samningum um Ævilífeyri Allianz getur viðskiptavinur stöðvað iðgjaldagreiðslur eins oft og þörf er á. Við stopp á samningum þ.e þegar að iðgjaldagreiðslur eru látnar niður falla í ákveðinn tíma þá styttist upprunalegi samningstíminn í samræmi við það hlé sem gert er. Samningurinn er reiknaður upp miðað við nýjar forsendur og lokagreiðslur …

Allianz Ísland hf. í samstarf við Euler Hermes

Vefstjóri Uncategorized

Allianz á Íslandi hefur gert samstarfssamning við alþjóðlega tryggingarfélagið Euler Hermes. Euler Hermes er í eigu Allianz group og sérhæfir sig í skuldatryggingum og innheimtu skulda fyrir stærri fyrirtæki, í yfir 50 löndum, ásamt því að fylgjast með og meta árlega um 40 milljón fyrirtæki um allan heim. Óski fyrirtæki eftir upplýsingum varðandi starfsemi Euler Hermes þá má hafa samband …

Aðalfundur Allianz Group

Vefstjóri Uncategorized

Aðalfundur Allianz samstæðunnar var haldinn í München 9.maí. Helstu niðurstöður fyrir árið 2011 eru þessar: Tekjur – 17.000 milljarðar ISK (103.560€ mn) Hagnaður af rekstri – 1.300 milljarðar ISK (7.866€ mn) Heildar eignir – 105.000 milljarðar ISK (641.472€ mn) Heildar eignir Allianz þýskalandi, sem Íslendingar eru hluti af – 27.500 milljarðar ISK (166.841€ mn) Nánari upplýsingar má nálgast á www.allianz.com

Framúrskarandi fyrirtæki 2011

Vefstjóri Uncategorized

Allianz Ísland hefur fengið viðurkenninguna „Framúrskarandi fyrirtæki 2011“ frá Creditinfo. Eingöngu koma til greina þau fyrirtæki sem staðist hafa styrkleikamat og uppfylla ströng skilyrði sem lögð eru til grundvallar við greiningu á framúrskarandi fyrirtækjum 2011. Allianz Ísland hf. söluumboð er á meðal 1% íslenskra fyrirtækja sem standast þær kröfur og er í 44. sæti af þeim 32.000 fyrirtækjum sem voru skoðuð. …

Breyting á framlagi úr 4% í 2%

Vefstjóri Uncategorized

Alþingi hefur samþykkt að breyta tekjuskattslögum á þann veg að heimild til frádráttar iðgjalda í viðbótarlífeyrissparnað frá tekjuskattsstofni verði 2% í stað 4% næstu þrjú ár, þ.e. frá byrjun janúar 2012 til ársloka 2014. Ekki þarf að breyta núgildandi samningum um viðbótarlífeyrissparnað vegna laganna, heldur ber launagreiðanda að tryggja að frjálst framlag launafólks í viðbótarlífeyrissparnað verði ekki umfram 2% af …