Vegna COVID-19 - Þjónusta Allianz á næstunni

Vegna COVID-19 - Þjónusta Allianz á næstunni
doctor_giving_thumbs_up.png

Í ljósi aðstæðna viljum við eindregið hvetja viðskiptavini okkar til að nýta sér þær rafrænu lausnir sem við bjóðum upp á.

Á Mínum síðum getur þú séð stöðuyfirlit yfir þínar tryggingar og uppfært kortaupplýsingar.

Þú getur alltaf heyrt í okkur á opnunartíma í síma 595 3300, á netspjallinu eða sent tölvupóst á allianz@allianz.is.

Það er enn hægt að koma til okkar en við viljum biðja þig að heyra endilega í okkur fyrst í gegnum síma eða netspjall. Við leysum málið með þeim hætti svo þú þurfir ekki að gera þér ferð til okkar að óþörfu.