Opnað hefur verið fyrir útborgun á séreignasparnaði

Opnað hefur verið fyrir útborgun á séreignasparnaði
Yfirlit

Alþingi hefur samþykkt að framlengja hluta af aðgerðarpakka vegna COVID-19. Einn liður í framlengdum aðgerðum er heimild til úttektar á séreignarsparnaði.

Heimilt er að taka út samanlagt 12.000.000 kr. á tímabilinu 1.4.2020 til 1.1.2022. Upphæð úttektar miðar við stöðu sparnaðar 1. apríl 2021.

Hægt er að lesa sér til um úrræðið hér, umsóknarferlið sjálft fer í gegnum Mínar síður

Umsóknir sem berast fyrir 10. hvers mánaðar eru greiddar út 20. næsta mánaðar.

Fyrsta útgreiðsla verður því 20. júlí næstkomandi.