„Fyrsta fasteign“


Reiknivél fyrir húsnæðislausnina „Fyrsta fasteign” – 10 ára tímabil

Frá og með 1. júlí 2017 geta þeir sem eru að kaupa fyrstu fasteign safnað allt að 10 ára iðgjöldum í útborgun og/eða til greiðslu inn á húsnæðislán.

Reiknivél þessi er til að sýna hvernig viðbótarlífeyrir/séreignarsparnaður nýtist til húsnæðiskaupa.

Ekki er hægt að nýta sér þetta úrræði í gegnum Allianz tryggingasamninga.
Viðskiptavinir sem eru þegar með samning við Allianz og hafa hug á að nýta sér þetta úrræði er bent á að hafa samband við skrifstofu Allianz.

Settu inn þínar forsendur
þús / mán fyrir skatt
Vinsamlega sláið inn heildartekjur heimilis fyrir skatt
milljónir
Vinsamlega sláið inn verð íbúðar
milljónir (20% af verði)
% (4% algengt)
Vinsamlega sláið inn hlutfall eigin framlags í séreignarsparnaði
% (2% algengt)
Vinsamlega sláið inn hlutfall framlags launagreiðanda í séreignarsparnaði

Þú þarft að hafa javascript virkt til að nota reiknivélina.
Frekari forsendur:

Líkan þetta er aðeins nálgun á útreikningum en er ekki ætlað að sýna nákvæma niðurstöðu. Miðað er við að húsnæðisverð sé látið hækka eins og hækkun varð á húsnæði frá 2006 til 2016 skv. vísitölu íbúðaverðs hjá Þjóðskrá Íslands. Miðað er við jafna hækkun húsnæðisverðs - ekki að hækkanir séu í ójöfnum sveiflum. Vísitala íbúðaverðs tekur tillit til breytinga á verðbreytingum íbúða á höfuðborgarsvæðinu, ekki á landsbyggðinni. Vísitalan er ekki á föstu verðlagi. Launavísitalan er fengin hjá Hagstofu Íslands og er reiknuð fyrir sama tímabil ára, 2006-2016. Ekki er tekið tillit til verðlagsbreytinga í launavísitölu.

Líkan þetta sýnir aðeins nálgun á niðurstöðu, ekki endilega nákvæma niðurstöðu í tilviki hvers og eins, enda eru margir þættir sem geta flýtt eða hægt á söfnun á útborgun. Til dæmis ef einstaklingar vinna mun meira (eða mun minna en áður) þá gætu þeir verið fljótari/lengur að safna upp í íbúðaverð. Þá geta tilfærslur haft áhrif eins og ef ríkið hefur hækkað eða lækkað vaxtabætur eða barnabætur, eða lagt á hærri eða lægri skatta en áður. Einnig skal hafa í huga að þetta tímabil vísitalna sem tekið er (2006-2016) þarf alls ekki að vera lýsandi fyrir þau ár í framtíðinni sem hver og einn mun safna innan. Sem dæmi þá voru margir efnahagslegir þættir í íslensku samfélagi sem höfðu óvanaleg mikil áhrif á árinu 2008. Hafa ber í huga varðandi spá líkansins um íbúðaverð í framtíðinni að veruleg óvissa er með þessa spá, endanleg niðurstaða getur lent á nokkuð breiðu bili frá spágildi. Einnig ber að taka fram að tölur eru ekki framreiknaðar og að útborgun sem nefnd er getur breyst verulega t.d. ef útlánareglur banka og fjármálastofnanna breytast.

Líkanið er ekki hugsað sem persónuleg ráðgjöf fyrir hvern og einn einstakling heldur hugsað til að gefa einstaklingum almenn viðmið sem skoða þarf svo frekar í hverju tilviki fyrir sig áður en ákvörðun er tekin um raunverulega valkosti. Ekki er tekin ábyrgð á hvort niðurstöður séu að öllu leyti í takt við einstök tilvik.

Ekki er heimilt að nota líkanið opinberlega nema með skriflegu leyfi. © Verdicta.com