Tryggingartaki öðlast rétt á tekjulífeyri ef líkamleg eða andleg færni skerðist samfleytt í a.m.k. 12 mánuði skv. mati sérfræðilæknis. Iðgjöld eru ekki innheimt á meðan mánaðarlegur tekjulífeyrir er greiddur.
Allianz metur hvern viðskiptavin eftir aldri, starfi, heilsu og tómstundum. Iðgjaldið helst óbreytt út samningstímann, því er ráð að byrja snemma. Iðgjald greiðist í evrum.
Greining alvarlegs sjúkdóms hefur verulegt inngrip í líf viðkomandi. Tryggingartaki fær skattfrjálsa eingreiðslu vegna alvarlegra sjúkdóma, sem listaðir eru hér að neðan.
- Krabbamein
- Hjartaáfall
- Heilablóðfall/Slag
- MS (heila-og mænusigg)
- Dá (Kóma)
- Þverlömun