Hvers virði er heilsan þín? Heilsu- og sjúkdómatrygging

Örskýring á 30 sekúndum Heilsu- og sjúkdómatrygging

Tryggingaþegi öðlast rétt á tekjulífeyri ef líkamleg eða andleg færni skerðist samfleytt í a.m.k. 12 mánuði skv. mati sérfræðilæknis. Iðgjöld eru ekki innheimt á meðan mánaðarlegur tekjulífeyrir er greiddur.

Allianz metur hvern viðskiptavin eftir aldri, starfi, heilsu og tómstundum. Iðgjaldið helst óbreytt út samningstímann, því er ráð að byrja snemma. Iðgjald greiðist í evrum.

Greining alvarlegs sjúkdóms hefur verulegt inngrip í líf viðkomandi. Tryggingartaki fær skattfrjálsa eingreiðslu vegna alvarlegra sjúkdóma, sem listaðir eru hér að neðan.

  • Krabbamein
  • Hjartaáfall
  • Heilablóðfall/Slag
  • MS (heila-og mænusigg)
  • Dá (Kóma)
  • Þverlömun

Af hverju að vera með Heilsu- og sjúkdómatryggingu

Construction

Heilsu- og sjúkdómatrygging Allianz veitir tryggingartaka auknar ráðstöfunartekjur við heilsubrest eða langvarandi veikindi.

Öll berum við fjárhagslega ábyrgð, hvort heldur stóra sem smáa. Ef heilsan svíkur er vel þekkt að róðurinn þyngist í fjármálum. Ofan á líkamlegar áskoranir, vinnutap og/eða tekjumissi er mikils virði að geta andað léttar vitandi að fjárhagurinn er traustur.

Ólíkt öðrum sjúkdómatryggingum á Íslandi veitir Heilsu- og sjúkdómatrygging Allianz mánaðarlegan tekjulífeyri - óháð skattalegri heimilisfesti.

Með heilsu- og sjúkdómatryggingu Allianz er enginn eyland.

Heilsu- og sjúkdómatrygging Gott að vita

two men at work

Auknar ráðstöfunartekjur

Tekjulífeyrir sem eykur ráðstöfunartekjur

woman at hairdresser

Iðgjald óbreytt

Tryggingavernd helst óbreytt í evrum út samningstímann og iðgjald hækkar ekki með aldri.

Allianz logo on flag

Þjónusta Allianz á Íslandi

Allianz rekur umboð á Íslandi, þar sem viðskiptavinir geta fengið upplýsingar og aðstoð sem þeir óska.

Fyrir hverja hentar þessi trygging Í stuttu máli

Kjörin aldur

Heilsu- og sjúkdómatrygging Allianz hentar öllum á aldrinum 18 – 54 ára

Sjálfstætt starfandi

Kjörin fyrir einyrkja og sjálfstætt starfandi sem standa utan stéttarfélaga

Aðra

Heilsu- og sjúkdómatrygging er fyrir alla þá sem vilja tryggja betur framfærslu sína við heilsubrest eða alvarleg veikindi.

Viltu vita meira?

Panta ráðgjöf

Er eitthvað annað sem við getum aðstoðað þig með Önnur þjónusta sem Allianz á Íslandi veitir

woman with binoculars empty state

Lífeyrisviðauki

Hámarkaðu lífeyrisgreiðslurnar við starfslok

Skoða nánar

Með Lífeyrisviðauka Allianz má tryggja að þú haldir allt að 100% af ráðstöfunartekjum þínum við starfslok.

Woman holding a heart

Líftrygging

Á einhver allt sitt undir

Skoða nánar

Líftrygging er ein mikilvægasta trygging sem hver og einn ætti að hafa. Líftrygging þjónar þeim tilgangi að tryggja fjárhagslegt öryggi eftirlifenda. Enginn ábyrgur framfærandi fjölskyldu ætti að vera án líftryggingar.

Woman on computer

Viðbótarlífeyrir

Viðbótarlífeyrir er valkvæð nauðsyn

Skoða nánar

Viðbótarlífeyrir Allianz tryggir hærri lífeyrisgreiðslu og brúar bilið á milli lágmarksframfærslu og hefðbundinna lífeyrisgreiðslna.

Algengar spurningar og svör Hvað vilt þú vita?

Allir á aldrinum 18 til 54 ára geta sótt um heilsu- og sjúkdómatryggingu, en Allianz metur hvern viðskiptavin eftir aldri, starfi, heilsu og tómstundum.

Tryggingartaki ákveður það í upphafi samnings og getur upphæðin verið frá 50€ – 5.000€

Tekjulífeyrir er greiddur ef líkamleg eða andleg færni skerðist samfleytt í að minnsta kosti 12 mánuði (skv. mati sérfræðilæknis).

Eingreiðsla er greidd ef hinn tryggði er greindur með einn af neðangreindum sjúkdómum:
– Krabbamein
– Hjartaáfall
– Heilablóðfall/Slag
– MS (heila-og mænusigg)
– Dá (Kóma)
– Þverlömun

Tryggingataki getur sótt um bætur 28 dögum eftir greiningu og þarf sérfræðilæknir að staðfesta sjúkdóminn.

Skuldfærslur færast ekki sjálfkrafa á milli kreditkorta og þarf því að tilkynna um nýtt kort til skrifstofu Allianz