Iðgjaldayfirlit

Vefstjóri Uncategorized

Yfirlit hafa verið send til viðskiptavina, í pósti eða í heimabanka.

Yfirlitið sýnir bókuð iðgjöld á tímabilinu október 2018 – apríl 2019.

Frá árinu 2014 hefur verið heimilt, samkvæmt íslenskum lögum, að ráðstafa viðbótarlífeyrissparnaði skattfrjálst inn á fasteignalán. Ef umsókn um ráðstöfun inn á fasteignalán hefur borist er samningurinn settur í frost hjá Allianz í Þýskalandi. Í þeim tilfellum eru forsendur útreikninga miðaðar við að ekki berist frekari mánaðarleg iðgjöld til Allianz í Þýskalandi.

Ef einhverjar spurningar vakna eða frekari þjónustu er óskað, þá endilega hafðu samband við okkur með því að senda póst á allianz@allianz.is eða hafa samband í síma 595 3300.