Ævilífeyrir Allianz (viðbótarlífeyrir – séreignarsparnaður)


Af hverju viðbótarlífeyrir – séreignarsparnaður

Viðbótarlífeyrir er nauðsynlegur til að ná lágmarksframfærslu við starfslok. Ævilífeyrir Allianz er í daglegu tali nefndur viðbótarlífeyrir eða séreignarsparnaður.

Ævilífeyrir Allianz er séreignarsparnaður þar sem launþegi leggur fyrir 2% – 4% mánaðarlega af launum sínum. Atvinnurekandi greiðir mótframlag við sparnaðinn samkvæmt gildandi kjarasamningi hvers og eins. Algengasta mótframlag atvinnurekenda er 2% en er þó hærra samkvæmt sumum kjarasamningum.

Inngreidd iðgjöld eru skattfrestuð og er sparnaðurinn ekki aðfararhæfur. Það þýðir að ekki er hægt að ganga að honum vegna fjárhagslega skuldbindinga, Greiddur er tekjuskattur við útgreiðslu lífeyris.

Langtímasparnaður

Ævilífeyrir Allianz er fyrir þá sem hugsa til framtíðar og vilja auka lífeyrisgreiðslur sínar við starfslok. Um er að ræða langtímasparnað fyrir fólk frá 18 ára aldri.

Af hverju Ævilífeyrir Allianz

Tryggir hærri lífeyrisgreiðslu við starfslok og brúar bilið á milli lágmarksframfærslu og hefðbundinna lífeyrisgreiðslna.

Að lágmarki fjárfestir Allianz 70-80% í öruggum fjárfestingum, s.s. skuldabréfum innan ESB, húsnsæðislánum og öðrum öruggum fjárfestingum.

Allianz rekur umboð á Íslandi, þar sem viðskiptavinum eru veittar allar upplýsingar og aðstoð sem á þarf að halda.

Sparnaður í evrum

Þýska ríkið heldur uppi mjög virku eftirliti með störfum þarlendra tryggingafélaga og eru strangar reglur um fjárfestingarstefnu þeirra. Tryggður sparnaður í evrum út samningstímann.

Fjölbreyttar úttektarleiðir

Hægt er að velja um:

  • Ævilangan lífeyrir, mánaðarlegar greiðslur svo lengi sem lifir
  • Eingreiðslu við 60 ára aldur
  • Hluta sem eingreiðslu og hluta sem ævilangan lífeyri

Sérsniðin trygging að þínum þörfum

Hægt er að stöðva greiðslur iðgjalda tímabundið og fara í iðgjaldafrí t.d. við atvinnumissi, fæðingarorlof, nám eða veikindi.

Af hverju lífeyristrygging Allianz

Lífeyristrygging Allianz er nauðsynleg til að auka líkur á að ráðstöfunartekjur haldist við starfslok. Með því að vera með Ævilífeyri Allianz (séreignarsparnað) og lífeyristryggingu Allianz (Renten) er hægt að tryggja allt að 80-100% af launum við starfslok.

Lífeyristrygging Allianz er fyrir þá sem hugsa til framtíðar og vilja öryggi. Allianz tryggir ávöxtun í evrum út samningstímann.
Um er að ræða langtímasparnað fyrir fólk frá 18 ára aldri.

Ef valin er viðbótartrygging er hægt að margfalda bótafjárhæð vegna andláts af völdum slyss.

Sparnaður í Evrum

Þýska ríkið heldur uppi mjög virku eftirliti með störfum þarlendra tryggingafélaga og eru mjög strangar reglur um fjárfestingarstefnu þeirra. Tryggður sparnaður í evrum út samningstímann.

Sérsniðin trygging að þínum þörfum

Hinn tryggði velur í upphafi samnings hver fær inneignina ef hann fellur frá. Einfalt er að breyta því með því að fylla út umsókn þess efnis. Hægt er að stöðva greiðslu iðgjalda tímabundið og fara í iðgjaldafrí t.d. við atvinnumissi , nám eða veikindi. Hægt er að fá lán út á inneign að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Fjölbreyttar úttektarleiðir

Ýmsir möguleikar eru varðandi útgreiðslu lífeyris og lengd samningstíma.

Viðbótarupplýsingar

Ef hinn tryggði fellur frá innan 3ja mánaða frá fæðingu/ættleiðingu barns er greidd aukagreiðsla, að fjárhæð 25.000€

Við andlát greiðir Allianz út inngreidd iðgjöld með ávöxtun,  ef samningur er virkur.

Allianz rekur umboð á Íslandi, þar sem viðskiptavinum eru veittar allar upplýsingar og aðstoð sem á þarf að halda.