Neyðarþjónusta

Neyðarþjónusta Allianz er fyrir viðskiptavini Allianz sem hafa slysatryggingu.
Tryggingartakar fá kort með neyðarnúmeri hjá aðilum sem geta aðstoðað við nær allar aðstæður.

Þjónustan er sérstaklega ætluð til aðstoðar ef viðskiptavinir lenda í vandræðum vegna slysa  í utanlandsferðum. Aðstoðin felst í: hjálparþjónustu, peningagreiðslum, ráðgjöf í læknisfræðilegum efnum eða aðstoð við skipulagningu sjúkraflutninga til heimalands. Best er að lesa yfir skilmála fyrir Unfall Card til þess að kynna sér enn frekar þau réttindi sem fylgja tryggingunni.

Viðskiptavinum er bent á að hafa samband við skrifstofu Allianz á Íslandi í síma 595-3300 til að fá frekari upplýsingar um þessa þjónustu.