Greiðsla viðbótarlífeyrissparnaðar inn á lán til 30. júní 2021


Í reiknvél Allianz getur þú skoðað muninn á því að greiða iðgjöld inn á húsnæðislán eða leggja áfram inn á viðbótarlífeyri.

Settu inn þínar forsendur:

kr
Vinsamlega sláið inn eftirstöðvar láns
mánuðir
Vinsamlega sláið inn fjölda ógreiddra gjalddaga
Vinsamlega sláið inn fjölda einstaklinga sem sækja umMá bara vera 1 eða 2
á mánuði fyrir skatt
Vinsamlega sláið inn heildartekjur einstaklinga fyrir skatt
%
Vinsamlega sláið inn vaxtaprósentu láns
%
Vinsamlega sláið inn áætlaða verðbólgu
Þú þarft að hafa javascript virkt til að nota reiknivélina.

Frekari forsendur:

Líkan þetta er aðeins nálgun á útreikningum en er ekki ætlað að sýna nákvæma niðurstöðu. Útreikningarnir eru miðaðir við að greitt sé 6% hámarksframlag af launum þ.e. 4% + 2% inn á höfuðstól lána eða inn á sparnað. Líkan miðar við jafngreiðslulán (jöfn heildargreiðsla á gjalddaga út lánstímann ef verðbólga er 0%). Gefin er hugmynd um hvað fjárhæðin sem lögð er til hliðar getur orðið ef hún er látin vera óhreyfð inn á séreignarreikningi eða almennum ávöxtunarreikningi í stað þess að vera ráðstafað inn á höfuðstól húsnæðislána. Varðandi séreign eftir skatt þá er gert ráð fyrir skattþrepum sem eins og þau eru ákveðin í fjárlagafrumvarpi 2019 en þar er um að ræða 2 skattþrep: Innheimtuhlutfall í staðgreiðslu á árinu 2019 verður því 36,94% af tekjuskattsstofni að 10.724.553 kr. og 46,24% af tekjuskattsstofni frá 10.724.553 kr. Samkvæmt A-lið 67. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, skal persónuafsláttur hvers einstaklings á árinu 2019 vera 677.358 krónur, eða 56.447 krónur að meðaltali á mánuði. Upphæðir í þessu líkani eru ekki núvirtar. Fjöldi daga í mánuði er reiknaður út frá 365/12 mánuðum í ári þó að það sé ekki nákvæmt fyrir öll ár. Miðað er fyrir heildarfjölda mánuða sem eftir er þegar innborgun er reiknuð. Einnig er ekki tekið tillit til lántökukostnaðar og annarra kostnaðarþátta við að innheimta lánið og afgreiða það eins og stimpilgjalda o.s.frv. Mælt er með því að prófa ýmis tilvik af verðbólgu til að átta sig á mögulegri útkomu en í líkaninu er miðað við 2,6% verðbólgu. Varðandi þann sparnað sem nýttur er í greiðslu á húsnæðislánum þá er ekki reiknuð ávöxtun á þann sparnað, aðeins er tekin tillit til lækkunar á mánaðarlegum greiðslum.

Allir eru hvattir til að fara vel í gegnum þessar upplýsingar og vega og meta út frá fleiri upplýsingum hvað hentar best til framtíðar. Sem dæmi er mikilvægt að skoða mismunandi útgáfu af því hvenær og í hvaða röð þessar greiðslur eiga sér stað þ.e. hvort er byrjað eða endað (innan þessara 10 ára) eða greiða inn á lán eða inn á sparnað.

Líkanið er ekki hugsað sem persónuleg ráðgjöf fyrir hvern og einn einstakling heldur hugsað til að gefa einstaklingum almenn viðmið sem skoða þarf svo frekar í hverju tilviki fyrir sig áður en endanleg ákvörðun er tekin. Ekki er tekin ábyrgð á hvort niðurstöður séu í takt við einstök tilvik.

Ekki er heimilt að nota líkanið opinberlega nema með skriflegu leyfi. © Verdicta.com