Slysatrygging (Risiko Unfall)


Slysatryggingar Allianz

Af hverju Allianz slysatrygging

Slysatrygging tryggir bætur til viðskiptavinar verði hann fyrir slysi, í vinnu eða frítíma, allan sólarhringinn hvar sem er í heiminum.

Allianz verndar alla fjölskylduna: Maki er tryggður í þrjá mánuði eftir giftingu og nýjir fjölskyldumeðlimir í 3 mánuði eftir fæðingu/ættleiðingu.

Allianz rekur umboð á Íslandi, þar sem viðskiptavinum eru veittar allar upplýsingar og aðstoð sem á þarf að halda.

Framlenging verndar

Trygging framlengist um 9 mánuði ef Allianz er tilkynnt um fæðingu/ættleiðingu og makatrygging framlengist um 3 mánuði við tilkynningu (án auka iðgjalds)

Mánaðarlegur lífeyrir til æviloka

Viðskiptavinir geta keypt viðbótartryggingu (Unfallrente) sem tryggir mánaðarlegan lífeyrir til æviloka ef örorka er metin 50% eða meiri.

Innifalið í tryggingunni

  • Bætur vegna sýkinga af völdum skógarmítilsbits.
  • Kostnaður við tannviðgerðir og gervitennur.
  • Bætur vegna heilsufarsskaða af völdum bólusetninga.
  • Eitranir (undantekning vegna fæðu).

Sama iðgjald út samningstímann

Greitt er sama iðgjald í evrum út samningstímann og tryggingarverndin helst líka stöðug. Menntun, starf og heilsa hafa áhrif á iðgjald.

Tryggingin tekur á eftirtöldum þáttum

Við örorku: Ef slys hefur langtíma afleiðingar eru greiddar umsamdar bætur. Upphæð bóta ræðst af skerðingu á starfshæfni eða hlutfalli örorku.
Biðtímabætur: Ef hinn tryggði er óvinnufær í þrjá mánuði (samtals 6 mánuði) greiðist sama bótafjárhæð aftur. Það nægir að hinn tryggði sé metinn 50% óvinnufær seinni þrjá mánuðina.

Sjúkrahúsdagpeningar: Sjúkrahúsdagpeningar eru greiddir fyrir fyrsta til þriðja dags sem hinn slasaði liggur á sjúkrahúsi yfir nótt. Frá fjórða degi til allt að þremur árum frá slysi eru greiddir tvöfaldir sjúkrahúsdagpeningar.
Dánarbætur: Ef hinn tryggði slasast og fellur frá innan eins árs af völdum slyssins greiðir Allianz umsamdar dánarbætur.

Lýta- og fegrunaraðgerðir: Greiddur er kostnaður vegna lýta- eða fegrunaraðgerða eftir slys sem nemur allt að 10.000 evrum.
Björgunarkostnaður: Allianz greiðir björgunarkostnað allt að 10.000 evrum.


Slysatrygging 60+ (Risiko Unfall)


Slysatryggingar Allianz

Af hverju Allianz slysatrygging

Slysatrygging tryggir bætur til viðskiptavinar verði hann fyrir slysi, í vinnu eða frítíma, allan sólarhringinn hvar sem er í heiminum.

Allianz verndar alla fjölskylduna: Maki er tryggður í þrjá mánuði eftir giftingu og nýjir fjölskyldumeðlimir í 3 mánuði eftir fæðingu/ættleiðingu.

Allianz rekur umboð á Íslandi, þar sem viðskiptavinum eru veittar allar upplýsingar og aðstoð sem á þarf að halda.

Víðtæk vernd

Innifalið í tryggingunni eru bætur vegna slysa sem orsakast af skertri meðvitund, t.d. eftir hjartaáfall, heilablóðfall og lyfjatöku.

Mánaðarlegur lífeyrir til æviloka

Viðskiptavinir geta keypt viðbótar-tryggingu (Unfallrente) sem tryggir mánaðarlegan lífeyrir til æviloka ef örorka er metin 70% eða meiri.

Innifalið í tryggingunni

  • Bætur vegna sýkinga af völdum skógarmítilsbits.
  • Kostnaður við tannviðgerðir og gervitennur.
  • Bætur vegna heilsufarsskaða af völdum bólusetninga.
  • Eitranir (undantekning vegna fæðu).

Sama iðgjald út samningstímann

Greitt er sama iðgjald í evrum út samningstímann og tryggingarverndin helst líka stöðug. Menntun, starf og heilsa hafa áhrif á iðgjald.

Tryggingin tekur á eftirtöldum þáttum

Við örorku: Ef slys hefur langtíma afleiðingar eru greiddar umsamdar bætur. Upphæð bóta ræðst af skerðingu á starfshæfni eða hlutfalli örorku.
Biðtímabætur: Ef hinn tryggði er óvinnufær í þrjá mánuði (samtals 6 mánuði) greiðist sama bótafjárhæð aftur. Það nægir að hinn tryggði sé metinn 50% óvinnufær seinni þrjá mánuðina.

Sjúkrahúsdagpeningar: Sjúkrahúsdagpeningar eru greiddir fyrir fyrsta til þriðja dags sem hinn slasaði liggur á sjúkrahúsi yfir nótt. Frá fjórða degi til allt að þremur árum frá slysi eru greiddir tvöfaldir sjúkrahúsdagpeningar.
Dánarbætur: Ef hinn tryggði slasast og fellur frá innan eins árs af völdum slyssins greiðir Allianz umsamdar dánarbætur.

Lýta- og fegrunaraðgerðir: Greiddur er kostnaður vegna lýta- eða fegrunaraðgerða eftir slys sem nemur allt að 10.000 evrum.
Björgunarkostnaður: Allianz greiðir björgunarkostnað allt að 10.000 evrum.