Af hverju Allianz slysatrygging

Slysatrygging tryggir bætur til viðskiptavinar verði hann fyrir slysi, allan sólahringinn, hvar sem er í heiminum.

Viðskiptavinir geta tekið viðbótartryggingu (Unfallrente) sem tryggir mánaðarlegan tekjulífeyrir til æviloka ef örorka er metin 50% eða meiri.

Allianz rekur umboð á Íslandi, þar sem viðskiptavinum eru veittar allar upplýsingar og aðstoð sem á þarf að halda.

Fjölskyldumeðlimir eru sjálfkrafa tryggðir

Hjón eru frá giftingu, börn frá fæðingu eða ættleiðingu tryggð í þrjá mánuði sjálfkrafa upp að ákveðnum tryggingarfjárhæðum, án aukalegs iðgjalds. Ef Allianz er tilkynnt um slíkan atburð í fjölskyldunni innan þessa frests framlengist verndin upp í 12 mánuði.

Sérsniðin trygging að þínum þörfum

Bætur vegna afleiðingu slyss

  • Örorkubætur
  • Viðbótarvernd
  • Bráðabætur
  • Dánarbætur
  • Sjúkrahúsdagpeningar
  • Ævilangur mánaðarlegur tekjulífeyrir

Tryggingin tekur á eftirtöldum þáttum

Við örorku: Ef slys hefur langtíma afleiðingar eru greiddar umsamdar bætur. Upphæð bóta ræðst af skerðingu á starfshæfni eða hlutfalli örorku.
Tafarlausar bætur: Við alvarlega áverka af völdum slyss, t.d. blindu, greiðast 10% umsaminnar örorkuupphæðar, þó að hámarki 25.000 evrur. Bætur sem eru greiddar strax dragast frá síðari örorkubótum.
Bólusetningartjón: Trygging við bólusetningartjóni sem fer fram úr venjulegum viðbrögðum við bólusetningu.

Sjúkrahúsdagpeningar: Sjúkrahúsdagpeningar eru greiddir fyrir fyrsta til þriðja dags sem hinn slasaði liggur á sjúkrahúsi yfir nótt. Frá fjórða degi til allt að þremur árum frá slysi eru greiddir tvöfaldir sjúkrahúsdagpeningar.
Dánarbætur: Ef hinn tryggði slasast og fellur frá innan eins árs af völdum slyssins greiðir Allianz umsamdar dánarbætur.
Sýkingar: Bætur eru greiddar vegna sýkinga af völdum skógarmítilsbits

Lýtaaðgerðir: Greiddur er kostnaður vegna lýta- eða fegrunaraðgerða ásamt tannviðsgerðum og tannsmíði eftir slys sem nemur allt að 50.000 evrum.
Björgunarkostnaður: Allianz greiðir björgunarkostnað allt að 50.000 evrum.
Bráðabætur: Bráðabætur eru greiddar einu sinni vegna hvers slyss ef hinn tryggði beinbrotnar eða ef vöðvi, sin, band eða liðpoki slitnar alveg við slysið.