Tilgreind séreign

Vefstjóri Uncategorized

Vegna fyrirspurna um aukið mótframlag sem kom til núna 1. júlí og má ráðstafa í „tilgreinda séreign“, þá er þetta túlkað þannig að ekki sé um hefðbundinn séreignasparnað (viðbótarlífeyrir) að ræða.

Þessi tilgreinda séreign er sögð hluti af skylduiðgjaldi í samtryggingasjóð og falli því ekki undir hefðbundinn viðbótarlífeyrissparnað hjá Allianz.

Út frá þessari túlkun er því ekki hægt að nýta þetta aukna mótframlag hjá Allianz.