Útborgun á viðbótarlífeyri vegna Covid-19

Út­borg­un á sér­eign­ar­sparn­aði, útskýring á 30 sekúndum

Lög hafa verið framlengd á Alþingi sem viðbragð við efnhagslegum afleiðingum Covid-19 til 31.12.2021

 • Einstaklingum er heimilt að taka út eigin séreignarsparnað
 • Hámarksútborgun er samanlagt 12.000.000 kr.
  • Heildarupphæð útgreiðslu sem sótt hefur verið um frá 1.4.2020 má ekki nema hærri upphæð en 12.000.000 kr
 • Útgreiðsla nemur að hámarki 800.000 kr á mánuði.
 • Tekjuskattur dregst frá við útborgun
  • 31,45% af tekjum 0 - 349.018 kr.
  • 37,95% af tekjum 349.019 - 979.847 kr.
  • 46,25% af tekjum yfir 979.847
 • Útborgunin skerðir hvorki barna- né vaxtabætur
 • Þetta tímabundna úrræði er ekki tengt núverandi úrræðum vegna innborgunar séreignar inn á húsnæðislán

Hugsaðu þig vel um Taktu upplýsta ákvörðun

Með úttekt í dag getur miklum hagsmunum í framtíð verið fórnað. Við útgreiðslu úr séreignasparnaði dragast tekjur á eftirlaunaaldri saman, bæði vegna fjárhæðar sem tekin er út, en einnig vegna framtíðarávöxtunar fjárhæðar.

Tökum dæmi:

35 ára einstaklingur getur að minnsta kosti ávaxtað séreignasparnað sinn í 25 ár til viðbótar ákveður að taka út 4.000.000 kr.


Á 25 árum verður þessi upphæð að 8.923.864 kr með ávöxtun (sé miðað við ávöxtun Allianz árið 2019, 3,4%) og getur nú oft munað um minna.

Ávöxtun á 25 árum með mismunandi prósentum

Ef þú hefur ekki brýna þörf á úttekt ættir þú að hafa upphaflegt hlutverk séreignar í huga sem er að tryggja auknar tekjur síðar á lífsleiðinni.

Skoðaðu vel hver staðan er við starfslok – hefur þú efni á að taka þetta út núna?

Hægt er að skoða áætlaðar lífeyrisgreiðslur við starfslok á Lífeyrisgáttinni

Aðrir möguleikar?

man

Mögulegt er að stöðva samninginn tímabundið og við biðjum launagreiðanda um að hætta að draga af launum þínum á meðan á erfiðleikum stendur.

Hægt er að senda beiðni um tímabundna stöðvun á allianz@allianz.is

Einnig er mögulegt að lækka eigið framlag úr 4% í 2% tímabundið, en jafnframt halda mótframlagi launagreiðanda.

Hér er hægt að nálgast eyðublað vegna prósentubreytingar

Af hverju er ég að greiða í Viðbótarlífeyri?

younger

Öllum íslenskum launþegum er skylt að greiða í lífeyrissjóð.

Hinn skyldubundni lífeyrir er einungis hluti af meðallaunum ævinnar og geta því tekjurnar lækkað um allt að helming við starfslok.

Þegar þú hættir að vinna lækka ráðstöfunartekjur þínar.

Viðbótarlífeyrir Allianz tryggir hærri lífeyrisgreiðslu og brúar bilið á milli lágmarksframfærslu og hefðbundinna lífeyrisgreiðslna.

Við viljum hvetja þig til að taka upplýsta ákvörðun og bjóðum þér að hafa samband við okkur ef þig vantar frekari upplýsingar eða leiðbeiningar.

Tekjuskattur af útgreiðslu

woman

Inngreiðslur í séreignarsparnað eru dregnar af launum fyrir skatt og eru því tekjuskattskyldar við útgreiðslu eins og um venjulegar launatekjur væri að ræða.

Skattprósenta 2021:

 • 31,45% af tekjum 0 - 349.018 kr.
 • 37,95% af tekjum 349.019 - 979.847 kr.
 • 46,25% af tekjum yfir 979.847

Útgreiðsluferlið

Man

Vegna Covid faraldursins hefur útborgarferli Allianz verið gert 100% rafrænt. Við biðjum alla viðskiptavini um nota þær rafrænu leiðir sem búnar hafa verið til fyrir þetta ferli.

Athugið að útfyllt umsókn þarf að berast Allianz fyrir 10. hvers mánaðar þá er fyrsti útgreiðsludagur 20. næsta mánaðar.

Fyrsti útborgunardagur í framlengdu úrræði er 20 júlí 2021

Skref 1

Viðskiptavinur skráir sig inn á "Mínar síður" þar kemur fram hvaða upphæð er laus til útborgunar

Skref 2

Viðskiptavinur fyllir út umsókn á "Mínum síðum" og skrifar undir með rafrænum skilríkjum

Skref 3

Umsókn móttekin sjálfvirkt af Allianz á Íslandi og áframsend til Skattsins sem samþykkja þarf allar umsóknir

Skref 4

Samþykkt umsókn er send til Allianz í Þýskalandi

Skref 5

Allianz í Þýskalandi millifærir umbeðna fjárhæð til Allianz á Íslandi. Athugið að hér getur orðið mismunur á gengi sem var daginn sem sótt var um úttekt á séreign og þeim degi þegar inneign berst. Inneign er skipt í krónur á gengi þess dags þegar hún berst frá Þýskalandi.

Skref 6

Allianz á Íslandi millifærir inn á reikning viðskiptavinar að frádregnum tekjuskatti

Útborgun á séreignarsparnaði

Allar umsóknir vegna útborgunar á séreignarsparnaði fara í gegnum Mínar síður hjá Allianz

Mínar síður

Spurningar og svör

Byrjað verður að taka við umsóknum vegna úttekta á séreignarsparnaðinn frá og með 1. apríl 2021 og gildir til 31. desember 2021.

Í framlengdu úrræði verður byrjað að taka við umsóknum 20. maí, fyrsta útgreiðsla verður 20. júlí.
Umsóknir sem berast fyrir 10. hvers mánaðar eru greiddar út 20. næsta mánaðar.

Útborgun á séreignarsparnaði hefur ekki áhrif á bætur samkvæmt lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð né greiðslu húsnæðisbóta samkvæmt lögum um húsnæðisbætur eða greiðslu barnabóta, vaxtabóta , atvinnuleysisbóta skv. 36. gr. laga um atvinnuleysistryggingar og greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna, sbr. 22. gr. laga nr. 22/2006.

Já, allir einstaklingar fá heimild til að taka út eigin séreignarsparnað, sé inneign til útgreiðslu til staðar.

Fyrsta greiðsla verður greidd út 20 júlí 2021

Athugið að útfyllt umsókn þarf að berast Allianz fyrir 10. hvers mánaðar þá er fyrsti útgreiðsludagur 20. næsta mánaðar.

Inn á "Mínum síðum" á Allianz.is

Viðbótarlífeyrir Allianz er tryggingarsamningur því þarf að reikna út úttektarfjárhæð hverju sinni.


Í hverjum mánuði er reiknað út svokallað endurkaupsvirði á tryggingasamningum um Viðbótarlífeyri. Það eru inngreidd iðgjöld + vextir- kostnaður.
Til að hægt sé að halda áfram tryggingasamningi þínum hjá Allianz í Þýskalandi þarf að skilja eftir að minnsta kosti 500€ á samningi með upphafsdag 1.1.2019 eða síðar, en 1000€ ef samningur er með upphafsdag fyrir þann tíma.

Útborgunarfjárhæð sem birtist á Mínum síðum tekur tillit til þessa.

Endurkaupsvirði eru inngreidd iðgjöld ásamt ávöxtun að frádregnum kostnaði við samning en kemur eingöngu til ef samning er slitið fyrir samningslok. Vegna Covid-19 er mögulegt að taka út endurkaupsvirði fyrirfram.

Til að hægt sé að halda áfram tryggingasamningi þínum hjá Allianz í Þýskalandi þarf að skilja eftir að minnsta kosti 500€ á samningi með upphafsdag 1.1.2019 eða síðar, en 1000€ ef samningur er með upphafsdag fyrir þann tíma.

Útborgunarfjárhæð sem birtist á Mínum síðum tekur tillit til þessa.

Samningurinn er í fullu gildi þó heimild til útgreiðslu sé nýtt.

Í einhverjum tilfellum er það hægt, vinsamlegast hafðu samband við utborgun@allianz.is

Það getur verið vandamál, nauðsynlegt er að hafa samband við utborgun@allianz.is varðandi breytingar á umsókn

Ef samningur er með upphafsdaginn 1.12.2018 eða fyrr, þá er lágmarksúttektarupphæð, samkvæmt skilmálum, 1.000€, en 500€ fyrir nýrri samning.