Vegna fréttar um skerðingu á greiðslum frá Tryggingastofnun

Vefstjóri Uncategorized

Vegna fréttar RUV þann 18. mars, þar sem fram kom að séreignarsparnaður komi til skerðingar á lífeyri almannatrygginga, viljum við benda á greinar á vef Landsamtaka lífeyrissjóða:

Þar kemur meðal annars fram að:

Útgreiðsla á viðbótarlífeyrissparnaði hefur eingöngu áhrif við útreikning sérstakrar framfærsluuppbótar sem hefur þann tilgang að tryggja lífeyrisþegum lágmarksframfærslu.“

Fram­færslu­upp­bót­in er hugsuð fyrir þá sem hafa ekki unnið sér inn réttindi í lífeyrissjóðum og hafa engar aðrar tekjur. Þessi skerðing ætti því ekki að hafa áhrif á viðskiptavini Allianz sem eiga réttindi í lífeyrissjóðum.

Til að skoða þína stöðu bendum við á reiknivél Tryggingarstofnunar