Styrkur til Barna- og unglingageðdeildar

Styrkur til Barna- og unglingageðdeildar

Allianz á Íslandi tilkynnti fyrr á þessu ári, að fyrirtækið myndi veita styrki til þriggja mismunandi aðila sem sinna góðum málefnum. Þessi ákvörðun var tekin sem hluti af skuldbindingu Allianz að gefa til baka til samfélagsins og styðja mikilvæg málefni.

Við höfum þegar veitt Íþróttasambandi fatlaðra og Einstökum börnum styrk í formi peningagjafar. Að þessu sinni var Barna- og ungingageðdeild (BUGL) fyrir valinu. Ákveðið var að gefa vönduð útihúsgögn sem sjúklingar, aðstandendur og starfsmenn geta notið næsta sumar.

Hjá BUGL er tekið á móti börnum upp að 18 ára aldri sem eiga við margs konar geðheilsuvanda að stríða. Þar er veitt þverfagleg þjónusta við skjólstæðingana sjálfa og fjölskyldur þeirra.

Húsgögnin sem keypt voru verða sett upp næstkomandi vor og hlökkum við hjá Allianz til að fá að skoða þau uppsett hjá BUGL í sumar.

Styrkveitingar verða ekki fleiri á þessu ári, en ein af ástæðunum fyrir því að Allianz ákvað að taka þátt í þessu framtaki er sú að við trúum á mikilvægi þess að styrkja góð málefni. Með slíkum stuðningi erum við að stuðla að jákvæðum breytingum lífi annarra. Allianz er ekki aðeins að bæta líf þeirra sem minna mega sín, heldur standa við skuldbindingu sína um að vera ábyrgt og samfélagslega meðvitað fyrirtæki.