Allianz

Saga Allianz Stofnað 1890

Man

Tryggingarfélagið Allianz var stofnað í Berlín 5. febrúar 1890. Frá fyrsta degi hefur starfsemi félagsins verið samfelld sigurganga á tryggingamörkuðum í Þýskalandi og um allan heim. Allianz er ein stærsta tryggingasamsteypa veraldar með starfsemi  í yfir 70 þjóðlöndum, 148 þúsund starfsmenn og um 85 milljónir viðskiptavina.

Hægt er að glöggva sig betur á sögu Allianz hér.

Allianz opnaði skrifstofu á Íslandi í desember 1994 og býður Íslendingum persónutryggingar, þ.e. líf- lífeyristryggingar og slysatryggingar í gegnum Allianz Lebensversicherung AG og Allianz Versicherung AG. Félögin eru skráð í  vátryggingafélagaskrá Fjármálaeftirlitsins, sbr. 30. gr. laga nr. 56/2010, um vátryggingastarfsemi, og hafa heimild til að veita þjónustu hér á landi. Allianz starfar hérlendis á grundvelli starfsleyfis frá þýska fjármálaeftirlitinu, BaFin, og lítur eftirliti BaFin. Frá árinu 2002 hefur Allianz  haft heimild fjármálaráðherra til að bjóða hérlendis upp á samninga um viðbótarlífeyrissparnað, í samræmi við ákvæði laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

Samstarfsaðilar Allianz Global

Allianz

Allianz á að fullu eða hluta til fjölmörg tryggingarfélög, fjárfestingarfélög og stórfyrirtæki innan sem utan Þýskalands, fyrirtæki eins og RCM og Pimco. Þá er Allianz með stór útibú víða um heim, sbr. Allianz Australia, Allianz Hungaria, Allianz India, Allianz China ofl. Allianz á sér meira en 130 ára samfellda sögu velgegni og farsældar og er það sá grundvöllur sem fyrirtækið byggir á.

Íslenskir samstarfsaðilar Allianz

Vörumerki Tryggingamiðlunar Íslands

Tryggingamiðlun Íslands ehf

Tryggingamiðlun Íslands ehf. er ein elsta starfandi vátryggingamiðlunin hérlendis en miðlunin var stofnsett í júní árið 1997.

Hafa samband

S: 553-6688

Vörumerki Nýju vátryggingaþjónustunar

Nýja Vátryggingarþjónustan

Nýja vátryggingaþjónustan ehf. leggur metnað sinn í að veita viðskiptavinum persónulega og faglega ráðgjöf varðandi þá kosti sem bjóðast á íslenskum vátryggingamarkaði.

Hafa samband

S: 581-1616

Vörumerki Fjárfestingarmiðlunar Íslands

Fjárfestingamiðlun Íslands FMÍ

Hjá FMÍ eru starfsmenn með mikla og víðtæka reynslu í tryggingarmálum og hafa lagt metnað sinn í að þjónusta viðskiptavini sína af fagmennsku.

Hafa samband

S: 569-0500

Ávöxtun Allianz

Apr 23, 2024
Allianz hækkar ávöxtunarviðmið sitt í 3,8% fyrir Perspektive ávöxtunarleiðina árið 2024
Lesa Meira
AZ_OPM_Reinhard_EC22_AthleteEvent_Digital_25 (original)
cq5dam.web.1280.1280
Jan 13, 2023
Allianz hækkar ávöxtunarviðmið sitt í 3,5% árið 2023
Lesa Meira
Father and daughter in nature
Mar 07, 2022
Allianz heldur vöxtum óbreyttum milli ára fyrir 2022
Lesa Meira

Ávöxtunartölur frá Verdicta:

1 Ávöxtun Allianz – tímabilið 2013 til 2023 (Klassik)

*Klassik: Samningar gerðir fyrir október 2017
*Perspektive: Samningar frá október 2017

Ábendingar og kvartanir

woman

Markmið Allianz er að veita framúrskarandi þjónustu og þurfum við þess vegna að heyra frá þér ef eitthvað fer úrskeiðis. Við reynum að gera okkar besta til þess að leysa úr málum og finna farsæla lausn.

Koma má ábendingum eða kvörtunum á framfæri með því að senda tölvupóst á netfangið [email protected] eða hafa samband í 595-3300. Ef að þú sættir þig ekki við úrlausn mála bendum við á kvörtunarferli Allianz í Þýskalandi.

Staðsetning

Við erum staðsett í Dalshrauni 3, 220 Hafnarfirði. Skrifstofan er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl 09:00 til 16:00 og föstudaga frá kl 09:00 til 15:00

Eigum við samleið? Starfsumsókn

Man

Starf ráðgjafa hjá Allianz

Allianz á Íslandi leitar að öflugum og sjálfstæðum ráðgjöfum með mikinn metnað til að sinna þjónustu og sölu til viðskiptavina okkar.

Í boði er fjölbreytt og spennandi starf þar sem ekki er gerð krafa um reynslu á tryggingamarkaði, en mikil áhersla er lögð á traust, heiðarleika og þjónustulund.

Starfið er unnið í verktöku og hentar öllum kynjum.

Áhugasamir umsækjendur eru hvattir til að senda ferilskrá og kynningarbréf í tölvupósti á [email protected]