Öllum íslenskum launþegum er skylt að greiða í lífeyrissjóð. Hinn lögbundni lífeyrir er einungis hluti af meðallaunum ævinnar og geta því tekjurnar lækkað um allt að helming við starfslok.
Viðbótarlífeyrir Allianz tryggir hærri lífeyrisgreiðslu og brúar bilið á milli lágmarksframfærslu og hefðbundinna lífeyrisgreiðslna.
Heilsu- og sjúkdómatrygging Allianz veitir tryggingartaka auknar ráðstöfunartekjur við slys, heilsubrest eða langvarandi veikindi.
Öll berum við fjárhagslega ábyrgð, hvort heldur stóra sem smáa. Ef heilsan svíkur er vel þekkt að róðurinn þyngist í fjármálum. Ofan á líkamlegar áskoranir, vinnutap og/eða tekjumissi er mikils virði að geta andað léttar vitandi að fjárhagurinn er traustur.
Slys geta því miður hent okkur öll. Enginn getur tryggt að börnin þeirra verði ekki fyrir slysi en með slysatryggingu Allianz má tryggja fjárhagslegt öryggi ef slysið veldur tjóni.
Með slysatryggingu Allianz er barnið þitt tryggt - hvar sem er, hvenær sem er.