Tilgreind séreign er tegund séreignarsparnaðar þar sem aðilar að kjarasamningum milli ASÍ og SA, geta ráðstafað allt að 3,5% af lífeyrisiðgjöldum sínum í tilgreinda séreign. En með kjarasamning Alþýðusambands Íslands og Samtaka Atvinnulífsins var samið um að heildarframlag launagreiðanda í samtryggingu myndi hækka úr 8% í 11,5%. Aðilar að þessum samningi hafa valkost um flytja þessi 3,5% í tilgreinda séreign í stað þess að láta hana fara inn í samtrygginguna. Velji sjóðsfélagar að gera ekkert rennur framlagið sjálfkrafa í samtryggingu.
Tilgreind séreign er sérstök tegund séreignarsparnaðar sem eykur sveigjanleika við starfslok, en hægt er að byrja að taka út tilgreinda séreign við 62 ára aldur en ekki 60 ára eins og gildir um annan séreignarsparnað.
Tilgreind séreign Allianz er tryggingarsamningur þar sem viðbótariðgjaldi er ráðstafað til kaupa á lífeyristryggingu. Sparnaðurinn er tryggður í evrum út samningstímann. Þýska ríkið heldur uppi mjög virku eftirliti með störfum þarlendra tryggingafélaga og gilda strangar reglur um fjárfestingastefnu þeirra.