Um tryggingasamninga og fjárfestingarsjóði

Örskýring á 30 sekúndum Munurinn á tryggingasamningum og fjárfestingarsjóðum

  • Sparnarðarform eru ólík og oft getur verið erfitt að átta sig á muninum.
  • Sparnaðartrygging er tryggingasamningur þar sem viðskiptavinur gerir samning við tryggingafélag um að ákveðin upphæð verði greidd á samningstímanum og að tryggingafélagið greiði að lágmarki út ákveðna upphæð við samningslok.
    • Hentar þeim sem vilja:
      • tryggða ávöxtun
      • vernd gegn markaðsáhrifum
      • spara til lengri tíma
      • nota sparnað til að tryggja hag erfingja við fráfall
  • Þegar fjárfest er í fjárfestingarsjóði kaupir viðskiptavinur hlut í honum og fylgir ávöxtun hans á fjárfestingartímabilinu, hvort sem hún verði jákvæð eða neikvæð.
    • Hentar þeim sem vilja:
      • geta tekið meiri áhættu og þar af leiðandi eiga möguleika á hærri ávöxtun en geta sætt sig við neikvæða ávöxtun, þróist markaðir þannig
      • meiri sveigjanleika í úttektum á samningstímanum

Flókinn veruleiki

Við búum við flókinn veruleika og oft á tíðum erfitt að greina kjarnann fyrir hisminu þegar kemur að því að spara til efri áranna.
Valkostir fólks í þessum efnum eru margir, allt frá því að velja að leggja pening inn á bankabók, kaupa hlutabréf, fjárfesta í vísitölusjóði, sparnaðartryggingu og/eða öðru.

Flestir skilja hvernig bankabækur virka, en rugla stundum saman fjárfestingu í fjárfestingarsjóði og fjárfestingu í sparnaðartryggingu. Þessi tvo form hafa margt sameiginlegt en eru þó að mörgu leyti ólík.

woman

Sparnaðartrygging er tryggingasamningur þar sem viðskiptavinur og tryggingarfélag semja um, að ákveðin upphæð verði greidd á samningstímanum og að tryggingafélagið greiði að lágmarki út ákveðna upphæð við samningslok.

Séu markaðsaðstæður hagstæðar á samningstímanum hækkar tryggða lokagreiðslan, en hún getur aldrei lækkað. Með öðrum orðum, tryggingafélagið tryggir að þú fáir ákveðna lágmarksgreiðslu til baka og leyfir þér að njóta umframávöxtunar.

Fjárfestingarsjóður er sjóður sem viðskiptavinur kaupir hlut í og fylgir ávöxtun hans á fjárfestingartímabilinu. Útgreiðsla á sér stað þegar viðskipavinur selur hlut sinn og/eða samningi hans við sjóðinn lýkur. Hér er ekki um tryggingu að ræða og eign í sjóðnum fylgir markaðsveiflum, hvort sem þær eru jákvæðar eða neikvæðar.

Kostir sparnaðartrygginga

Tilgreind

Tryggð ávöxtun: Í samningi um sparnaðartryggingu er samið um tryggða lágmarksávöxtun á samningstímanum. Með öðrum orðum, samið er um hvaða lágmarksávöxtun tryggingataki fær við verstu mögulegu markaðsaðstæður. Ef ávöxtun er hærri en samið var um, nýtur samningshafinn góðs af því.

Áhættustýring: Sparnaðartryggingar bjóða upp á vernd gegn niðursveiflu á markaði eða lélegri afkomu fjárfestinga. Tryggingafélagið, í þessu tilfelli Allianz tryggir þannig lágmarksávöxtun og þannig færð þú að minnsta kosti fyrirfram ákveðna upphæð, sem mætti þá kalla verstu mögulegu niðurstöðu.

Vátryggingarvernd: Ef tryggingataki fellur frá á meðan trygging er virk greiðir Allianz hærri bætur til erfingja en hann fengi sjálfur úr tryggingu ef henni yrði sagt upp.

Ókostir sparnaðartrygginga

reading_paper.png

Minni áhætta: Það kann að hljóma undarlega sem ókostur, en þegar fjárfest er í sparnaðartryggingu liggur í augum uppi að tryggingasjóðurinn verður að skila ákveðinni ávöxtun og þar af leiðandi skapast minna rými til áhættusamari fjárfestinga. En hærri ávöxtun fylgir oftast í áhættusamari fjárfestingum. Hægt er að skoða fjárfestingar Allianz hérna.

Þar sem tryggingasjóðurinn þarf að geta uppfyllt skilyrði lágmargsávöxtunar verða fjárfestingarkostir færri, þetta þýðir að sama skapi að arðsemi þessara fjárfestinga getur verið lakari en áhættusamari fjárfestingar, í það minnsta til skemmri tíma.

Minni sveigjanleiki: Strangar reglur gilda um úttektir á sparnaðartryggingu miðað við sölu úr fjárfestingasjóði, samningurinn er gerður í ákveðinn tíma, með upphaf og endadag. Sé samningi rift fyrir samningslok kann það verða niðurstaðan að það sem fæst greitt út (uppsagnarvirðið) er lægri fjárhæð en greitt var inn, sérstaklega ef tryggingu er sagt upp mjög snemma á samningstímanum.

Kostir fjárfestingarsjóða

Man

Sveigjanlegri fjárfestingamöguleikar: Fjárfestingarsjóður er ekki bundinn því að skila ákveðinni rekstrarniðurstöðu. Sjóðurinn hefur því meiri sveigjanleika til að ráðstafa stórum hluta sinna fjárfestinga í kaup á hlutabréfum. Þegar markaðir eru í vexti getur fjárfestingarsjóðurinn nýtt stærri hluta af sínu eignasafni í hlutabréfakaup en t.d. tryggingasjóðurinn.

Ókostir fjárfestingarsjóða

Man

Markaðssveiflur: Fjárfestingar í sjóðum eru háðar markaðssveiflum sem geta leitt til verulegra skammtímasveiflna. Verðmæti hlutabréfa í sjóðnum getur lækkað vegna markaðsaðstæðna, efnahagslegra þátta eða lélegrar afkomu undirliggjandi eigna.

Möguleiki á tapi: Fjárfesting í sjóðum felur í sér hættu á að tapa peningum, sérstaklega til skamms tíma. Ef fjárfestingar í sjóðnum ganga illa geta fjárfestar orðið fyrir tapi.

Hverjum hentar hvað

Sparnaðartrygging hentar þeim sem vilja..

  • tryggða ávöxtun
  • vernd gegn markaðsáhrifum
  • spara til lengri tíma
  • nota sparnað til að tryggja hag erfingja við fráfall

Sparnaðartrygging hentar ekki þeim sem vilja..

  • geta tekið meiri áhættu á kostnað þess að tryggja sparnaðinn
  • meiri sveigjanleika í úttektum á samningstímanum

Fjárfestingarsjóður hentar þeim sem vilja..

  • taka meiri áhættu með sinn sparnað og fá mögulega í staðinn hærri ávöxtun
  • hafa auðvelt aðgengi að fjármunum, geta t.d. selt í sjóði samdægurs og leyst pening út

Fjárfestingarsjóður hentar ekki þeim sem vilja..

  • áhættulítinn sparnað
  • vernda gegn sveiflum á markaði

Að lokum Taktu upplýsta ákvörðun

horse_with_stacks_of_money

Það mikilvægasta af öllu er að taka upplýsta ákvörðun. Aflaðu þér upplýsinga, greindu ávöxtun fortíðar hjá sjóðum og á sparnaðartryggingum, gerðu upp við þig hversu mikla áhættu þú telur ásættanlega og hvert markmiðið er með sparnaðinum.

Viltu vita meira?

Panta ráðgjöf

Vöruframboð Allianz í sparnaðartryggingum

Lífeyrisviðauki Allianz

Lífeyrisviðauki

Hámarkaðu lífeyrisgreiðslurnar við starfslok

Skoða nánar

Með Lífeyrisviðauka Allianz má tryggja að þú haldir allt að 100% af ráðstöfunartekjum þínum við starfslok.

Af hverju að vera með Viðbótarlífeyri

Tilgreind séreign

Vertu með þér í liði

Skoða nánar

Tilgreind séreign er tegund séreignarsparnaðar þar sem aðilar að kjarasamningum milli ASÍ og SA, geta ráðstafað allt að 3,5% af lífeyrisiðgjöldum sínum í tilgreinda séreign.

General-Business-Professional-Protection - Web Rendition123

Viðbótarlífeyrir Allianz

Viðbótarlífeyrir er valkvæð nauðsyn

Skoða nánar

Viðbótarlífeyrir Allianz tryggir hærri lífeyrisgreiðslu og brúar bilið á milli lágmarksframfærslu og hefðbundinna lífeyrisgreiðslna.