- Líftrygging þjónar þeim tilgangi að tryggja fjárhagslegt öryggi eftirlifenda.
- Lengd samningsins er háð aldri en lengst til 75 ára aldurs.
- Menntun, starf og heilsufar hafa áhrif á iðgjald sem helst óbreytt út samningstímann. Iðgjald greiðist í evrum.
- Hluti iðgjalds fer í sparnað í evrum sem fæst greiddur út í samningslok.
- Þrátt fyrir að sparnaðurinn sé bundinn bjóðast lán út á inneign á samningstímanum, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
- Mögulegt er að stilla trygginguna þannig að við lok samnings fáist iðgjöldin endurgreidd.
- Í upphafi samnings velur tryggingataki arftaka eða lögerfingja.
- Einfalt er að breyta um arftaka á samningstímanum.
- Við samningslok bjóðast fjölbreyttar útborgunarleiðir inneignar, t.d. eingreiðsla eða mánaðarlegar greiðslur.