Skatt­frjáls ráðstöfun séreign­ar­sparnaðar Ráðstöfun séreign­ar­sparnaðar við fyrstu kaup

Ráðstöfun séreign­ar­sparnaðar við fyrstu kaup

Örskýring á 30 sekúndum Skatt­frjáls ráðstöfun séreign­ar­sparnaðar í stuttu máli

  • Þann 1. júlí 2017 tóku gildi lög um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð*.
  • Hægt er að fara þrjár leiðir í þessu úrræði
    • Nýta eingöngu í útborgun
    • Nýta í útborgun og greiðslur inn á lán
    • Nýta einungis greiðslur inn á lán
  • Umsóknir fara í gegnum vef Skattsins Skatturinn

*Hingað til hefur Allianz á Íslandi ekki getað tekið þátt í þessu úrræði, það breyttist í maí 2024

Almennt um úrræðið

Almennt

Þann 1. júlí 2017 tóku gildi lög um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð. Heimilt er að nýta séreignarsparnað skattfrjálst, annað hvort til fasteignakaupa og/eða til að greiða inn á húsnæðislán. Hægt er að nýta úrræðið í 10 ár. Úrræðinu er ætlað að styðja við þá sem eru að kaupa sína fyrstu fasteign.

Hingað til hefur Allianz á Íslandi ekki getað tekið þátt í þessu úrræði þar sem séreignasparnaður hjá Allianz eru tryggingasamningar og það hefur verið áskorun að aðlaga úrræðið fyrir þessa tegund samninga.

Allianz á Íslandi og Allianz Lebensversicherung AG hafa unnið saman að lausn, sem varð til þess að viðskiptavinir Allianz geta nú nýtt séreignarsparnað til fyrstu kaupa og/eða til greiðslu inn á húsnæðislán í 10 ár.

Þrjár leiðir í boði

General-Business-Professional

Hægt er að fara þrjár leiðir þegar nýta á séreignarsparnaðinn til fyrstu kaupa á fasteign. Hér að neðan verða þessar þrjár leiðir útskýrðar.

woman_pushing_coin (original)2.png

Einungis í útborgun

Leið 1 : Séreignasparnaður notaður sem útborgun til kaupa á fyrstu fasteign.


Dæmi: Iðgjöld sem hafa borist á 10 ára tímabili eru nýtt sem útborgun við kaup á fyrstu fasteign, þó ekki hærra en sem nemur 500.000.- kr. á ári.

woman cheering in front of computer

Útborgun og inn á lán

Leið 2 : Séreignarsparnaður notaður sem útborgun til kaupa á fyrstu fasteign að hluta og það tímabil sem er eftir af 10 ára heimild er notað til greiðslu inn á lán.


Dæmi: Sparnaður sem er myndaður frá 1. janúar 2020 til 1. janúar 2025 er allur nýttur sem útborgun við kaup á fyrstu fasteign, þó að hámarki 2.500.000.- kr. Greiðslur sem berast inn á séreignarsparnaðinn til 1. janúar 2030 nýtast þá sem skattfrjálsar greiðslur inn á húsnæðislánið.

man and woman sitting at desk

Aðeins greitt inn á lán

Leið 3 : Séreignarsparnaður notaður til greiðslu inn á fasteignalán.


Dæmi: Keypt er fasteign, séreignarsparnaður er notaður til greiðslu inn á fasteignalán. Öll iðgjöld (4+2) sem berast inn á samninginn á umsóknartímabilinu eru nýtt sem greiðslur inn á fasteignaláni, að hámarki 500.000 kr á ári í 10 ár.

Fyrir hverja og hversu mikið?

Hámarksheimild

Hámarksheimild fyrir einstakling takmarkast við 4% eigið framlag, að hámarki 333.000.- kr. og allt að 2% framlag launagreiðanda, að hámarki 167.000.- kr., samanlagt að hámarki 500.000.- kr. árlega. Hversu hárri fjárhæð er ráðstafað tekur mið af séreignasparnaði hvers og eins. Ekki er víst að allir nái að fullnýta hámarks heimild hvers árs.

Tímabil

Heimilt er að nýta það sem viðkomandi hefur safnað í séreignarsparnað frá 30. júní 2014.

Hlutfall

Hámarksheimild er miðuð við 4% eigið framlag og 2% mótframlag frá launagreiðanda.

Skilyrði

Skilyrði úttektar á séreignarsparnaði er að umsækjandi hafi ekki átt fasteign síðustu 5 árin.

Eign

Viðkomandi þarf að vera skráður fyrir að minnsta kosti 30% í fasteigninni og að lánið veiti rétt til vaxtabóta og sé sannarlega húsnæðislán.

Eldri útgreiðslur hafa áhrif

Hafir þú sótt um útgreiðslu á séreign vegna Covid-19 á því tímabili sem sótt er um útgreiðslu, kann það að hafa áhrif á þá fjárhæð sem hægt er greiða út.

Svona er ferlið

Ferlið hefst inn á Skattur.is, allar umsóknir eru afgreiddar þar.

Vert er að hafa í huga að þar sem um er að ræða tryggingasamning í evrum, kann að vera mismunur á þeirri upphæð sem greidd hefur verið inn og þeirri inneign sem er laus til úttektar fyrir umsækjanda.


Allianz móttekur umsókn rafrænt frá Skattinum. Ef umsókn um útborgun er að ræða sendir Allianz þér útborgunargögn rafrænt sem þú þarft að undirrita og eru þau send til Allianz í Þýskalandi til úrvinnslu.

Allianz í Þýskalandi millifærir inneign og Allianz á Íslandi greiðir inn á reikninginn sem gefinn var upp í umsókn hjá Skattinum.

Skref 1

Sótt um fyrstu kaup og/eða greiðslu inn á lán á skattur.is

Skref 2

Umsókn berst rafrænt til Allianz

Skref 3

Hafir þú óskað eftir útborgun þá sendir Allianz á Íslandi þér eyðublað til rafrænnar undirritunar með þeirri upphæð í evrum sem er laus til útgreiðslu.

Skref 4

Að undirskrift lokinni sendir Allianz á Íslandi umsókn um útborgun til Allianz í Þýskalandi.

Skref 5

Allianz í Þýskalandi millifærir fjárhæð inn á biðreikning nafni umsækjanda í umsjón Allianz á Íslandi og sú upphæð er síðan millifærð inn á uppgefinn reikning í umsókn.

Skref 6

Hafir þú óskað eftir greiðslum inn á lán mun Allianz á Íslandi greiða iðgjöld inn á lán, þó að hámarki 4% eigið framlag og 2% mótframlag að hámarki 500.000.-kr. á ári.

Áhrif á samning Þátttaka í 10 ára úrræði

younger

Það er mjög skiljanlegt að margir horfi til þess að nýta sér skattfrjálsa ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán. En það er samt sem áður mikilvægt að gera sér grein fyrir afleiðingum þess að stöðva greiðslur í séreignasparnað í lengri tíma.

man

Fasteignin er aðfararhæf en ekki séreignarsparnaðurinn

Lendir þú í fjárhagserfiðleikum í framtíðinni er ekki hægt að ganga að séreignarsparnaði þínum við gjaldþrot, það sama á ekki við um fasteignina.

Man

Hugsaðu til framtíðar

Inn á vefnum lifeyrismal.is er hægt að skoða hverjar ráðstöfunartekjur verða við starfslok. Einnig er hægt að skoða stöðuyfirlit á Mínum síðum hjá Allianz sem sýnir áætlaða inneign við samningslok þegar kemur að lífeyrisaldri.

Taktu upplýsta ákvörðun um hvernig þú ráðstafar þínum framtíðarlífeyrir.

Algengar spurningar og svör Hvað vilt þú vita?

Já, ef þú uppfyllir skilyrðin sem Skatturinn setur, sjá hér.

Já, skilmálar samninga hjá Allianz skiptast í tvennt hvað þetta varðar.

Samningar með upphafsdag fyrir 1.1.2019 geta að lágmarki tekið út 1.000 EUR og þurfa að skilja eftir 1.020 EUR.

Samningar með upphafsdag 1.1.2019 eða síðar geta að lágmarki tekið út 500 EUR og þurfa að skilja eftir 520 EUR.

Skv. 9 gr. reglugerðar um samræmt verklag við ráðstöfun séreignarsparnaðar til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar „er vörsluaðila séreignarsparnaðar heimilt að taka gjald af rétthafa vegna kostnaðar við ráðstöfun iðgjalda rétthafa til lánveitanda eða við útgreiðslu húsnæðissparnaðar. Vörsluaðili skal draga gjald vegna kostnaðar frá iðgjaldi áður en því er skilað til lánveitanda eða frá útgreiðslu húsnæðis­sparnaðar.“ 

Hjá Allianz nemur þetta gjald 250 kr. af hverri millifærslu til að mæta útlögðum tækni- og bankakostnaði.

Ef um útborgun er að ræða tekur Allianz Lebensversicherungs AG 15 EUR í kostnað við vinnslu umsóknarinnar samkvæmt skilmálum samningsins.

Nei, aðeins er möglegt að nýta 2% mótframlag að hámarki 167.000.- kr á ári. Ef samningstaki með aukið mótframlag er ekki heimilt að ráðstafa því inn á lán eða í útborgun á fyrstu fasteign.

Lög um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð
4. gr. Hámarksfjárhæðir.
Heimild rétthafa skv. 2. gr. takmarkast við allt að 4% framlag hans, að hámarki 333 þús. kr., og allt að 2% framlag launagreiðanda, að hámarki 167 þús. kr., af iðgjaldsstofni, samanlagt að hámarki 500 þús. kr. fyrir hverja tólf mánuði [á almanaksári] 1) á samfelldu tíu ára tímabili. [Verði ávöxtun iðgjalda neikvæð á tímabilinu getur komið til skerðingar sem því nemur.] Framlag rétthafa má ekki vera lægra en framlag launagreiðanda.

Ferlið getur tekið allt að 4-6 vikur frá því að undirrituð þýsk beiðni hefur borist Allianz.

Útreikningur skiptist í tvennt, annarsvegar hvað leyfir Skatturinn þér að taka út miðað við þína umsókn og hvað er raunverulega laust til útgreiðslu inn á samningnum þínum.

Hvað er mögulega laust til útgreiðslu:
Útborgunarfjárhæð miðast við uppsagnarvirði samnings, en í hverjum mánuði er það reiknað út. Það eru inngreidd iðgjöld + vextir- kostnaður.
Hægt er að nálgast uppsagnarvirði fyrir þinn samning á Mínum síðum á allianz.is

Ekki er allt uppsagnarvirðið laust til útgreiðslu:
Samningur með upphafsdag fyrir 1.1.2019 getur að lágmarki tekið út 1.000 EUR og þarf að skilja eftir 1.020 EUR.

Samningur með upphafsdag 1.1.2019 eða síðar getur að lágmarki tekið út 500 EUR og þarf að skilja eftir 520 EUR.

Hvað er hægt að fá greitt út:
Skoða þarf uppsagnarvirði samningsins og draga frá því 520 EUR eða 1.020 EUR, ef sú fjárhæð er lægri en inngreidd iðgjöld á umsóknartímabilinu, er það fjárhæðin sem þú getur tekið út.

Ef uppsagnarvirðið er hærri fjárhæð, þá eru inngreidd iðgjöld á umsóknartímabilinu hámarksfjárhæðin sem má taka út.

Inngreidd iðgjöld:
Tekið er saman hver inngreidd iðgjöld voru á tímabilinu sem sótt er um, þó að hámarki 500.000.- kr. á ári. Þá ertu kominn með hámarksupphæð sem Skatturinn leyfir.

Hafir þú tekið út séreign þína á því tímabili sem þú sækir um hjá Skattinum, lítur Skatturinn svo á að þú sért búin að nýta þá fjárhæð og getur þar af leiðandi ekki notað hana aftur.

Hafi inneign orðið til á því tímabili sem sótt er um nægir að senda yfirlit yfir iðgjaldagreiðslur frá viðkomandi vörsluaðila til Allianz, þannig verður hægt að reikna út hver fjárhæðin er sem Skatturinn myndi leyfa þér að taka út.