Tryggðu afkomendum þínum fjárhagslegt forskot Barnasparnaður

Örskýring á 30 sekúndum Barnasparnaður Allianz

Sparnaðurinn er forskot á langtímasparnað barnsins.

Barnasparnaður hentar til dæmis:

  • Foreldrum sem vilja að tryggja fjárhagslegt öryggi barna sinna – með ríkulegri ávöxtun til frambúðar.
  • Öfum og ömmum sem vilja veita barnabörnum sínum öruggt fjárhagsframlag til lengri tíma.
  • Foreldrum, forráðamönnum eða öðrum aðstandendum barna á aldrinum 0 - 16 ára.

Af hverju að vera með Barnasparnað

Child

Barnasparnaður er fyrir þá sem vilja veita börnum og afkomendum sínum fjárhagslegt öryggi til framtíðar. Sparnaðurinn er forskot á langtíma sparnað barnsins og er hann tryggður í evrum út samningstímann, ólíkt hefðbundum sparnaðarreikningum.

Barnasparnaður Allianz er tryggingasamningur með sparnaði. Iðgjöld greiðast í evrum út samningstímann. Hægt er að frysta greiðslur iðgjalda t.d. við atvinnumissi, nám eða langvarandi veikindi.

younger

Árni fékk Barnasparnað Allianz í skírnargjöf frá afa sínum og ömmu. Þegar Árni tók fyrstu skrefin inn í fullorðinsárin hafði hann fjárhagslegt forskot á jafnaldra sína. Þökk sé Barnasparnaði Allianz, átti hann nóg fyrir útborgun í fyrstu íbúð. Við 18 ára aldur valdi Árni sjálfur að yfirtaka samninginn og greiðir sjálfur iðgjöldin.

Barnasparnaður Gott að vita

Parent tying shoelaces

Hugsa til framtíðar

Barnarparnaður er fyrir þá sem hugsa til framtíðar fyrir börnin sín.

Child with a teddy bear

Forskot út í lífið

Lagt er fyrir í sparnað til að tryggja barninu fjárhagslegt forskot í framtíðinni

infant child with mother

Útgreiðslur

Ýmsir möguleikar eru varðandi útgreiðslu sparnaðar og lengd samningstíma.

Child sleeping on shoulder

Fjölbreyttir valkostir

Að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, er hægt að fá lán út á inneignina  sem getur komið sér vel á ýmsum tímamótum í lífi barnsins s.s. vegna náms, vegna íbúðakaupa o.sv. fr.

Mother with children on couch

Sveigjanleiki

Hægt er að stöðva greiðslu iðgjalda tímabundið og fara í iðgjaldafrí t.d. við atvinnumissi, nám eða veikindi tryggingataka.

Allianz Arena

Þjónusta Allianz á Íslandi

Allianz rekur umboð á Íslandi, þar sem viðskiptavinir geta fengið upplýsingar og aðstoð sem þeir óska.

Munurinn á tryggingasamningum og fjárfestingarsjóðum

Skoða málið

Er eitthvað annað sem við getum aðstoðað þig með Önnur þjónusta sem Allianz á Íslandi veitir

boy falling off skateboard

Slysatrygging fyrir börn og unglinga

Hvar sem er, hvenær sem er!

Skoða nánar

Enginn getur tryggt að börnin þeirra verði ekki fyrir slysi en með slysatryggingu Allianz má tryggja fjárhagslegt öryggi ef slysið veldur tjóni.

father mother daughter with stroller

Líftrygging með söfnun

Vertu með þér og þínum í liði

Skoða nánar

Líftrygging með söfnun er ábyrgur kostur sem veitir eftirlifendum þínum fjárhagslegt öryggi

Lífeyrisviðauki Allianz

Lífeyrisviðauki Allianz

Hámarkaðu lífeyrisgreiðslurnar við starfslok

Skoða nánar

Með Lífeyrisviðauka Allianz má tryggja að þú haldir allt að 100% af ráðstöfunartekjum þínum við starfslok.

Algengar spurningar og svör Hvað vilt þú vita?

Allianz tryggir börn á öllum aldri. Best er að hafa samband við ráðgjafa Allianz til að fá frekari upplýsingar um barnatryggingar Allianz.

Skuldfærslur færast ekki sjálfkrafa á milli kreditkorta og þarf því að tilkynna um nýtt kort til skrifstofu Allianz

Vextir, arður og önnur ávöxtun af lífeyristryggingum, söfnunartryggingum, einstaklinga hjá líftryggingafélögum skulu teljast til fjármagnstekna þegar slíkar tekjur koma til greiðslu. Fjármagnstekjuskatt ber að greiða í því landi sem maður á heimilisfesti, þar sem skattur af tekjum er greiddur. Viðskiptavinir Allianz búsettir á Íslandi greiða því skatta á Íslandi.

Gera skal grein fyrir vaxtatekjum og arði ásamt öðrum fjármagnstekjum á skattframtali. Allianz sendir Skattinum árlega upplýsingar um stöðu samninga. Þegar kemur að útgreiðslu þarf samningshafi að setja inn upplýsingar um fjármagnstekjur á skattframtalið sitt og verða upplýsingar vegna útfyllingu þess aðgengilegar á mínum síðum Allianz.

Hafi fjármagnstekjuskattur verið greiddur í Þýskalandi þá aðstoðar Allianz á Íslandi viðskiptavini sína við að fá fjármagnstekjuskattinn endurgreiddan.

Samkvæmt ákvæðum tvísköttunarsamnings á milli Íslands og Þýskalands gildir um vexti, sem myndast í aðildarríki og greiddir eru aðila heimilisföstum í hinu aðildarríkinu, að þeir skulu einungis skattlagðir í síðarnefnda ríkinu og er þess vegna hægt að sækja um að fá þennan skatt endurgreiddan frá Þýskalandi.

  • Fjármagnstekjuskattur í Þýskalandi: 25%
  • Fjármagnstekjuskattur á Íslandi: 22%
  • Frítekjumark á Íslandi 300.000.- kr.

Viðskiptavinur þarf að skrifa undir umboð sem er sent til skattayfirvalda í Þýskalandi og sér Allianz á Íslandi alfarið um ferlið.