Allianz hækkar ávöxtunarviðmið sitt í 3,5% fyrir Perspektive ávöxtunarleiðina árið 2023

Allianz hækkar ávöxtunarviðmið sitt í 3,5% fyrir Perspektive ávöxtunarleiðina árið 2023
Panta

Stjórn Allianz Leben hefur gefið yfirlýsingu vegna ávöxtunar ársins 2023:

Allianz Lebensversicherung hefur ákveðið að hækka heildarávöxtun á Perspektive ávöxtunarleiðina um 0,3% milli ára. Síðustu tvö hefur Allianz getað boðið upp á 3,2% ávöxtun þrátt fyrir lækkandi vaxtastig í heiminum. Miklar sviptingar hafa verið á fjármálamörkuðum árið 2022 og vaxtastig hefur hækkað og hefur Allianz nýtt þessi tækifæri til hagsbóta fyrir tryggingaþega. Ávöxtun ársins 2023 sendir jákvæð skilaboð til viðskiptavina okkar.

Viðskiptavinir Allianz með Perspektive ávöxtunarleiðina fá því nú 3,5% árið 2023 en þeir viðskiptavinir sem með eru í ávöxtunarleiðinni Klassik ( samningar gerðir fyrir árið 2018) eru með 3,2% ávöxtun á þessu ári.

Klassik Samningar gerðir fyrir október 2017
Perspektive: Samningar frá október 2017

Hægt er að lesa tilkynningu í heild sinni á þýsku á vef Allianz Leben