Sparnaðartrygging fyrir börn og unglinga (Renten)


Af hverju Allianz sparnaðartrygging

Sparnaðartrygging Allianz er fyrir þá sem hugsa til framtíðar og vilja öryggi

Viðskiptavinir geta tekið viðbótartryggingu (Unfallrente) sem tryggir mánaðarlegan tekjulífeyrir til æviloka ef örorka er metin 50% eða meiri.

Lagt er fyrir í sparnað til að tryggja barninu fjárhagslegt forskot í framtíðinni

Fjölbreyttar úttektarleiðir

Ýmsir möguleikar eru varðandi útgreiðslu sparnaðar og lengd samningstíma.

Viðbótarupplýsingar

Að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, er hægt að fá lán út á inneignina  sem getur komið sér vel á ýmsum tímamótum í lífi barnsins s.s. vegna náms, vegna íbúðakaupa o.sv. fr.

Hægt er að stöðva greiðslu iðgjalda tímabundið og fara í iðgjaldafrí t.d. við atvinnumissi, nám eða veikindi tryggingataka.

Allianz rekur umboð á Íslandi, þar sem viðskiptavinum eru veittar allar upplýsingar og aðstoð sem á þarf að halda.


Slysatrygging fyrir börn og unglinga (Risiko Unfall)


Af hverju Allianz slysatrygging

Slysatrygging tryggir bætur til viðskiptavinar verði hann fyrir slysi, allan sólahringinn, hvar sem er í heiminum.

Viðskiptavinir geta tekið viðbótartryggingu (Unfallrente) sem tryggir mánaðarlegan tekjulífeyrir til æviloka ef örorka er metin 50% eða meiri.

Allianz rekur umboð á Íslandi, þar sem viðskiptavinum eru veittar allar upplýsingar og aðstoð sem á þarf að halda.

Allianz greiðir iðgjaldið

Ef greiðandi (t.d. foreldri, umráðamaður barns) fellur frá yfirtekur Allianz greiðslur iðgjalda og barnið er tryggt án þess að greiða iðgjald til 18 ára aldurs

Einu skilyrðin eru að greiðandi sé ekki eldri en 75 ára þegar tryggingin er tekin og að samningurinn hafi verið í gildi í 12 mánuði

Sérsniðin trygging að þínum þörfum

Bætur vegna afleiðingu slyss

  • Örorkubætur
  • Viðbótarvernd
  • Bráðabætur
  • Dánarbætur
  • Sjúkrahúsdagpeningar
  • Ævilangur mánaðarlegur tekjulífeyrir

Tryggingin tekur á eftirtöldum þáttum

Við örorku: Ef slys hefur langtíma afleiðingar eru greiddar umsamdar bætur. Upphæð bóta ræðst af skerðingu á starfshæfni eða hlutfalli örorku.
Tafarlausar bætur: Við alvarlega áverka af völdum slyss, t.d. blindu, greiðast 10% umsaminnar örorkuupphæðar, þó að hámarki 25.000 evrur. Bætur sem eru greiddar strax dragast frá síðari örorkubótum.
Bólusetningartjón: Trygging við bólusetningartjóni sem fer fram úr venjulegum viðbrögðum við bólusetningu.

Sjúkrahúsdagpeningar: Sjúkrahúsdagpeningar eru greiddir fyrir fyrsta til þriðja dags sem hinn slasaði liggur á sjúkrahúsi yfir nótt. Frá fjórða degi til allt að þremur árum frá slysi eru greiddir tvöfaldir sjúkrahúsdagpeningar.
Dánarbætur: Ef hinn tryggði slasast og fellur frá innan eins árs af völdum slyssins greiðir Allianz umsamdar dánarbætur.
Sýkingar: Bætur eru greiddar vegna sýkinga af völdum skógarmítilsbits

Lýtaaðgerðir: Greiddur er kostnaður vegna lýta- eða fegrunaraðgerða ásamt tannviðsgerðum og tannsmíði eftir slys sem nemur allt að 50.000 evrum.
Björgunarkostnaður: Allianz greiðir björgunarkostnað allt að 50.000 evrum.
Bráðabætur: Bráðabætur eru greiddar einu sinni vegna hvers slyss ef hinn tryggði beinbrotnar eða ef vöðvi, sin, band eða liðpoki slitnar alveg við slysið.