Bréf frá Þýskalandi

Bréf frá Þýskalandi
General-Business-Professional

Undanfarið hafa margir viðskiptavina okkar tekið eftir því að þeir eru að fá þýsk bréf sem innihalda greiðsluáskorun með gíróseðli.

Vegna kerfisvillu fóru þessi bréf af stað frá Allianz í Þýskalandi. Samkvæmt okkar heimildum er búið að lagfæra villuna sem gerði það að verkum að þessi bréf voru send.

Síðustu ár hefur Allianz á Íslandi í samstarfi við Allianz Lebensversicherung-AG unnið að því að fækka bréfum sem berast viðskiptavinum okkar á þýsku. Við hjá Allianz á Íslandi höfum tekið að okkur nauðsynlegar bréfasendingar fyrir móðurfélagið.

Eftir standa tvær tegundir bréfa sem eru send beint frá Allianz Lebensversicherung-AG til að uppfylla skilyrði Fjármálaeftirlits Þýskalands, en það eru tryggingaskírteini við upphaf samnings og árleg yfirlit.


Dagsetning 17.4.2024