Endurnýjun samstarfs

Endurnýjun samstarfs
AZ_Bache_Family_23_Digital

Við hjá Allianz trúum því að það skipti máli að láta gott af sér leiða og höfum við stutt félagasamtök og stofnanir sem hafa góð áhrif á samfélag okkar. Það er því með miklu stolti , annað árið í röð, að við styðjum við bakið á Barna og unglingageðdeild Landsspítalans (BUGL), Einstökum Börnum og Íþróttasambandi fatlaðra. Með slíkum stuðningi reynum við að stuðla að jákvæðum breytingum í lífi annarra.

ÍFlogo.png

Íþróttasamband fatlaðra
Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) hefur yfirumsjón með þeim íþróttagreinum sem fatlaðir stunda á Íslandi, annast útbreiðslu og fræðslustarf á íþróttum fatlaðra, svo eitthvað sé nefnt.

Innan ÍF eru iðkendur til dæmis með þroskahömlun, hreyfihömlun, sjónskerðingu og blindu sem stunda fjölbreyttar íþróttir, en innan ÍF eru 22 aðildarfélög.

Hér er um mikilvægt og göfugt starf sem og íþróttaiðkendur sem sýna okkur öllum að allt er mögulegt sama hvaða hindranir eru í veginum. Við hjá Allianz erum virkilega stolt af því að fá að leggja hönd á plóg og hjálpa Íþróttasambandi fatlaðra að sinna þessu frábæra starfi og hvetjum að sama skapi önnur fyrirtæki og einstaklinga til að gera slíkt hið sama.

BUGL-1024x576

Styrkur til Barna- og unglingageðdeildar (BUGL)
Hjá BUGL er tekið á móti börnum upp að 18 ára aldri sem eiga við margs konar geðheilsuvanda að stríða. Þar er veitt þverfagleg þjónusta við skjólstæðingana sjálfa og fjölskyldur þeirra.

Að þessu sinni var ákveðið að fjárfesta í húsbúnaði sem skjólstæðingar og fjölskyldur þeirra geta notið á meðan dvöl þeirra stendur.

375054719_698322775668005_7760196922395675947_n

Einstök börn

Áhersla félagsins er að veita börnum með sjaldgæfa sjúkdóma stuðning sem og fjölskyldum þeirra. Sjúkdómarnir og skerðingar sem þessi börn og ungmenni lifa með eru allir langvinnir og hafa varanlega áhrif á líf þeirra og fjölskyldna. Í flestum tilfellum eru þetta einnig það sjaldgæfir sjúkdómar að þeir hafa lítið verið rannsakaðir og oft ekki nein eiginleg meðferð við þeim. Vegna þess hversu sjaldgæfir þessir sjúkdómar eru eiga þessi börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra engin félagssamtök að leita til eftir aðstoð hjá líkt og oft á við um algengari sjúkdóma.

Markmið félagsins er að styðja við bakið á fjölskyldum barna með sjaldgæfa sjúkdóma eða heilkenni. Jafnframt gæta hagsmuna þeirra, vinna með og að því að fræða stjórnvöld og almenning um sjaldgæfa sjúkdóma.