Framúrskarandi fyrirtæki – Creditinfo

Framúrskarandi fyrirtæki – Creditinfo
framúrskarandi2023

Allianz er í hópi framúrskarandi fyrirtækja á lista Creditinfo þrettánda árið í röð.

2% af þeim fyrirtækjum sem skráð eru í hlutafélagaskrá komust á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki árið 2023, og er Allianz eitt þeirra fyrirtækja.

Fjárhags- og viðskiptaupplýsingafyrirtækið Creditinfo vinnur árlega ítarlega greiningu á fyrirtækjum skráðum á Íslandi og gefur út lista yfir framúrskarandi fyrirtæki ársins. Einungis þau fyrirtæki sem uppfylla ströng skilyrði Creditinfo, að teknu tilliti til þátta sem varða rekstur þeirra og stöðu, komast á listann. Nánari upplýsingar um hvað gerir fyrirtæki framúrskarandi má finna á síðu Creditinfo.

Á myndinni sjást þau Ragnar Aðalsteinn og Ingigerður taka á móti viðurkenningunni.

395253375_865818808715252_6368084149075468177_n