Samstarf við Íþróttasamband fatlaðra

Samstarf við Íþróttasamband fatlaðra
Work-with-us

Það skiptir máli að láta gott af sér leiða. Í þeim anda hefur Allianz á Íslandi ákveðið fara í samstarf með nokkrum aðilum sem eru að gefa af sér til samfélagsins og sinna góðum málefnum.

Það fyrsta sem varð fyrir valinu er Íþróttasamband fatlaðra.

ÍFlogo.png

Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) hefur yfirumsjón með þeim íþróttagreinum sem fatlaðir stunda á Íslandi, annast útbreiðslu og fræðslustarf á íþróttum fatlaðra, svo eitthvað sé nefnt.

Innan ÍF eru iðkendur til dæmis með þroskahömlun, hreyfihömlun, sjónskerðingu og blindu sem stunda fjölbreyttar íþróttir, en innan ÍF eru 22 aðildarfélög.

Auk árlegar þátttöku fatlaðs afreksfólks ýmist í Heims- og/eða Evrópumeistaramótum verður stærsta verkefni ÍF á árinu 2023 þátttaka tæplega 40 manna glæsilegs hóps þroskahamlaðra íþróttaiðkenda á alþjóðaleikum Special Olympics sem fram fer í Berlín 17 til 25 júní 2023. Allianz á Íslandi fær þann heiður að vera sérstakur samstarfsaðili ÍF tengdum þeim viðburði, en það er skemmtileg tilviljun að mótið skuli haldið í borginni þar sem Allianz var stofnað 5 febrúar árið 1890.

Hér er um mikilvægt og göfugt starf sem og íþróttaiðkendur sem sýna okkur öllum að allt er mögulegt sama hvaða hindranir eru í veginum. Við hjá Allianz erum virkilega stolt af því að fá að leggja hönd á plóg og hjálpa Íþróttasambandi fatlaðra að sinna þessu frábæra starfi og hvetjum að sama skapi önnur fyrirtæki og einstaklinga til að gera slíkt hið sama.