Fyrsta fasteign og innborgun inn á húsnæðislán í 10 ár

Viðskiptavinir Allianz sem hafa hug á að nýta sér iðgjöld vegna kaupa á íbúðarhúsnæði og/eða greiða inn á lán vegna fyrstu kaupa í 10 ár geta ekki gert það í gegnum Allianz trygginga-samninga.

Ástæðan er sú að Allianz er með þýska tryggingasamninga, en ekki sjóð, og ekki er hægt að breyta skilmálum tryggingasamninga afturvirkt. Iðgjöld eru greidd mánaðarlega inn á tryggingarsamning hjá Allianz í Þýskalandi og því ekki hægt að ráðstafa þeim til kaupa á íbúðarhúsnæði eða inn á lán í 10 ár.