Já, það er hægt hjá Allianz eins og öðrum vörsluaðilum.
Iðgjöld inn á lán: Þegar sótt hefur verið um að ráðstafa iðgjöldum inn á lán í gegnum www.leidretting.is er samningurinn settur í bið hjá Allianz í Þýskalandi. Iðgjöld sem eru umfram heimild RSK eru geymd á biðreikningi í nafni samningshafa þar til úrræðinu lýkur.
Fyrstu kaup: Einnig er hægt að nýta úrræðið fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar má finna hér og sótt er um að nýta úrræðið á skatturinn.is.
Millifærslugjald: Allianz tekur 250 kr. gjald af hverri millifærslu til að mæta tækni- og bankakostnaði, í samræmi við reglugerð um húsnæðisúrræðið.
Mikilvægt: Að tilkynna til skrifstofu Allianz ef þátttöku í úrræðinu er hætt og verður þá samningurinn endurvakinn í Þýskalandi.