Kostnaður við sparnað

Örskýring á 30 sekúndum Kostnaður við sparnað

  • Í trygginga- og fjármálageiranum er ávöxtunarlækkun (e. Reduction in yield, RIY) staðlaður evrópskur mælikvarði sem sýnir áhrif kostnaðar á ávöxtun.
  • Hægt er að nálgast RIY í lykilupplýsingablöðum sem eiga að fylgja öllum fjárfestingarafurðum.
  • Hjá Allianz er hægt að nálgast lykilupplýsingablöðin hér.
  • Með þessum skjölum er hægt með upplýstum hætti að bera saman ólíkar fjárfestingarafurðir.

Ávöxtunarlækkun (e. Reduction in yield)

woman

Í trygginga- og fjármálageiranum er ávöxtunarlækkun (e. Reduction in Yield, RIY) staðlaður evrópskur mælikvarði sem sýnir áhrif kostnaðar á ávöxtun. Mælikvarðinn sýnir hvernig heildarkostnaður hefur áhrif á áætlaða ávöxtun.

Allianz birtir RIY á gagnsæjan hátt áður en samningar eru gerðir, bæði í almennum lykilupplýsingaskjölum og í ítarlegum útreikningum sem byggjast á forsendum hvers og eins.

man


Til að túlka birtar RIY upplýsingar rétt er nauðsynlegt að skilja kostnaðaruppbyggingu Allianz sparnaðartrygginga.

Annars vegar hafa tryggingasamningar Allianz samningsbundin gjöld sem snúa að samningum einstaklinga, svo sem samningsgerðar og rekstrarkostnaður af iðgjöldum og umsýslukostnaði fyrir trygginguna. Þessi gjöld eru tilgreind í tryggingaskírteini sem og í tilboði og eru tryggð út líftíma sparnaðartryggingarinnar og er ekki hægt að breyta þeim.

Þar að auki er þessi kostnaður innifalinn í iðgjöldum, þannig að viðskiptavinurinn veit við hverjum má búast út líftíma tryggingarinnar.

Man

Við þetta má bæta, að í öllum lausnum Allianz sem í boði eru á Íslandi (Perspektive og KomfortDynamik), eru fjármunir viðskiptavinarins fjárfestir á almenna fjáfestingarsjóði Allianz. Árangur þess sjóðs er aðallega ákvarðaður af fjárfestingarniðurstöðunni, en aðrir þættir hafa einnig áhrif, svo sem sameiginlegur fjárfestingarkostnaður, hluthafaframlög og viðskiptakostnaður. Þessir kostnaður er ekki föst upphæð og geta breyst á samningstímanum.

Búið er að gera ráð fyrir þessum kostnaði í árlegri hagnaðaryfirlýsingu Allianz Leben.

Þar að auki er hluti af fjármunum viðskiptavina í KomfortDynamik-ávöxtunarleiðinni fjárfestur í sérstökum eignum KomfortDynamik. Þessi fjárfesting er einnig háð viðskiptakostnaði. Sá kostnaður getur breyst með tímanum og haft áhrif á ávöxtunina.

Kostnaður í samhengi

RIY (eða „Effektivkostenquote“) sem Allianz gefur út inniheldur eftirfarandi: einstök samningsbundin gjöld (samningsgerðar og rekstrarkostnaður - og fjárfestingargjöld), sameiginlegur fjárfestingarkostnaður, hluthafaframlag og viðskiptakostnað. Það veitir því heildræna mynd af áhrifum kostnaðar í vörunum á ávöxtun.

Til að setja raunverulegan kostnað í samhengi skulum við taka 40 ára samning við Allianz með mánaðarlegum iðgjöldum upp á 37.000 kr. Ávöxtunarkrafa eftir 40 ár er eftirfarandi fyrir þrjá fjárfestingarkosti sem er í boði:

  • 90% tryggður höfuðstóll: Miðað við áætlaða 3,8% ávöxtun er fjárfestingarkrafa 1,52%
  • 80% tryggður höfuðstóll: Miðað við áætlaða 5% ávöxtun er fjárfestingarkrafa 1,24%
  • 60% tryggður höfuðstóll: Miðað við áætlaða 5,5% ávöxtun er fjárfestingarkrafa 1,24%.

Upplýsingar um áhrif kostnaðar á ávöxtun (RIY) eiga að vera tiltækar í lykilupplýsingaskjölum fyrir þá sparnaðarmöguleika sem í boði eru á Íslandi. Þetta gerir fólki kleift að bera saman áætlaðan raunkostnað mismunandi valkosta.

Þegar slíkur samanburður er gerður er mikilvægt að íhuga hvað hver valkostur felur í sér. Lífeyrisvörur Allianz tryggja 60-90% af fjármagninu í lok tímabilsins, sem veitir jafnvægi á milli ávöxtunarmöguleika og öryggis, og dregur úr sveiflum á fjármagnsmörkuðum. Kostnaður og áhrif hans á ávöxtun eru mikilvægur þáttur í vali á réttum sparnaði, en ekki sá eini.