Vertu með þér í liði Tilgreind séreign

Örskýring á 30 sekúndum Tilgreind séreign Allianz

  • Öllum íslenskum launþegum er skylt að greiða í lífeyrissjóð, stundum kallað samtryggingarsjóður.
  • Launþegi greiðir 4% af sínum launum og launagreiðandi greiðir mótframlag á móti.
  • Hluta þessa mótframlags er í flestum tilfellum hægt að greiða í tilgreinda séreign
  • Óski viðskiptavinur ekki eftir því að ráðstafa tilgreindri séreign sérstaklega inn á séreign fer upphæðin sjálfkrafa í samtryggingarsjóð viðkomandi lífeyrissjóðs
  • Ólíkt öðrum séreignasparnaði á Íslandi er tilgreind séreign hjá Allianz tryggð í evrum út samningstímann.
  • Sparnaðurinn er ekki aðfararhæfur, þ.e. ekki er hægt að ganga að sparnaðinum til dæmis við gjaldþrot.
  • Sparnaðurinn erfist að fullu
  • Tekjuskattur er greiddur við úttekt lífeyris.

Hvað er tilgreind séreign?

Öllum íslenskum launþegum er skylt að greiða í lífeyrissjóð, stundum kallað samtryggingarsjóður.

Launþegi greiðir hlutfall af sínum launum og launagreiðandi greiðir mótframlag á móti.

Þann 1. janúar 2023 tóku gildi breytingar á lögum um lífeyrissjóði sem varða tilgreinda séreign, breyting fól meðal annars í sér að lágmarksframlag launagreiðanda hækkaði.

Áður greiddi launþegi 4% af eigin launum og launagreiðandi 8%, framlag launagreiðanda hækkaði í skrefum um 3,5%, eða í heildina 11.5%. Heildarframlag í samtryggingarsjóð varð því 15,5%.

Tilgreind séreign (15,5%)

Á sama tíma var það bundið í lög að sjóðsfélagar gætu ráðstafað þessum auka 3,5% í tilgreinda séreign og gátu þá ráðstafað því til annars vörsluaðila, til dæmis Allianz.

Þitt er valið

Lykilupplýsingar.png

Ákveði sjóðsfélagi ekki að ráðstafa 3,5% í séreign, fara þau sjálfkrafa í samtrygginguna.

Tilgreind séreign er sérstök tegund séreignarsparnaðar sem eykur sveigjanleika við starfslok, en hægt er að byrja að taka út tilgreinda séreign við 62 ára aldur en ekki 60 ára eins og gildir um annan séreignarsparnað.

Tilgreind séreign Allianz er tryggingarsamningur þar sem viðbótariðgjaldi er ráðstafað til kaupa á lífeyristryggingu. Sparnaðurinn er tryggður í evrum út samningstímann. Þýska ríkið heldur uppi mjög virku eftirliti með störfum þarlendra tryggingafélaga og gilda strangar reglur um fjárfestingastefnu þeirra.

Viltu vita meira?

Panta ráðgjöf

Reiknaðu þína tilgreinda séreign

Veldu leið sem hentar þér

Þegar þú velur að eiga viðskipti við Allianz á Íslandi stendur þér til boða að velja ávöxtunarleið sem best hentar þínum þörfum og markmiðum. Meiri trygging veitir aukið öryggi en takmarkar möguleika á tækifærismiðuðum fjárfestingum. Minni trygging býður upp á meira svigrúm fyrir ávöxtun, en getur einnig valdið sveiflum á samningstímanum.

Hægt er að lesa sér til um ávöxtunarleiðirnar hér að neðan.

KD-VS-P-antexta3

Áhrif þess að taka tilgreinda séreign út samtryggingu

Tilgreind

Ef hluta lífeyrisiðgjalds er ráðstafað í tilgreinda séreign þá minnka þau réttindi sem ávinnast með því að greiða fullt iðgjald í samtryggingarsjóð. Réttur til ævilangs ellilífeyris, örorku- og makalífeyris úr samtryggingu minnkar og er því mikilvægt að fara vel yfir kosti og galla með ráðgjafa svo hægt sé að taka upplýsta ákvörðun.

Tilgreind séreign Allianz Gott að vita

katie-rodriguez-ITH2ehTNpqs-unsplash (original).jpeg

Þín einkaeign

Innstæða í tilgreindri séreign er eign þess sem leggur fyrir og er erfanleg að fullu í samræmi við reglur erfðalaga.

brooke-cagle-WHWYBmtn3_0-unsplash (original).jpeg

Fjárfestingarstefna

Allianz fjárfestir að lágmarki 70-80% í öruggum fjárfestingum, s.s. skuldabréfum innan ESB, húsnsæðislánum og öðrum öruggum fjárfestingum.

david-marcu-8TJbrQGKFyU-unsplash.jpg

Skattar og gjöld

Skattafrestun er á inngreiddum iðgjöldum og sparnaðurinn ekki aðfararhæfur. Það þýðir að ekki er hægt að ganga að honum vegna fjárhagslegra skuldbindinga. Greiddur er tekjuskattur við útgreiðslu lífeyris.

AZ_Bache_Homeschooling_03_Digital (original).jpeg

Ekki aðfararhæf við gjaldþrot

Inneign í tilgreindri séreign er ekki aðfararhæf, kröfuhafar geta því ekki gengið að séreigninni við gjaldþrot.

oliver-schwendener-9lcWCCRXiKU-unsplash.jpg

Útgreiðsla

Ólíkt hefbundinni séreign þar sem hefja má lífeyristöku 60 ára, má hefja útgreiðslu 62 ára, sé ákveðið að hefja útgreiðslu þá er greiðslunni skipt í mánaðarlegar greiðslur sem greiðast til 67 ára. Ef upphaf lífeyristöku er við 67 ára aldur bjóðast viðskiptavinum Allianz fjölbreyttir útgreiðsluvalmöguleikar.

  • Ævilangur lífeyrir þ.e.a.s. mánaðarlegar lífeyrisgreiðslur
  • Eingreiðsla
  • Blönduð úttekt eingreiðslu og mánaðarlegra lífeyrisgreiðslna

Þjónusta Allianz á Íslandi

Þjónusta Allianz á Íslandi

Allianz rekur umboð á Íslandi, þar sem viðskiptavinir geta fengið upplýsingar og aðstoð sem þeir óska. Á mínum síðum má finna upplýsingar um samninga og stöðu.

Viltu vita meira?

Panta ráðgjöf

Fyrir hverja hentar þessi trygging? Í stuttu máli

Sparnaðartrygging hentar þeim sem vilja..

  • tryggða ávöxtun
  • vernd gegn sveiflum vegna markaðsáhrifa
  • vilja að hluti erfist sem annars færi í samtryggingu

Sparnaðartrygging hentar ekki þeim sem vilja..

  • geta tekið meiri áhættu á kostnað þess að tryggja sparnaðinn
  • meiri sveigjanleika í úttektum á samningstímanum

Munurinn á tryggingasamningum og fjárfestingarsjóðum

Skoða málið

Er eitthvað annað sem við getum aðstoðað þig með? Önnur þjónusta sem Allianz á Íslandi veitir

Lífeyrisviðauki Allianz

Lífeyrisviðauki

Hámarkaðu lífeyrisgreiðslurnar við starfslok

Skoða nánar

Með Lífeyrisviðauka Allianz má tryggja að þú haldir allt að 100% af ráðstöfunartekjum þínum við starfslok.

Af hverju að vera með Viðbótarlífeyri

Viðbótarlífeyrir Allianz

Viðbótarlífeyrir er valkvæð nauðsyn

Skoða nánar

Viðbótarlífeyrir Allianz tryggir hærri lífeyrisgreiðslu og brúar bilið á milli lágmarksframfærslu og hefðbundinna lífeyrisgreiðslna.

man being carried on sunbed by paramedicstaka

Slysatrygging

Jafnt heima og að heiman!

Skoða nánar

Slysin gera ekki boð á undan sér - en þú getur valið að tryggja þig fyrir því óvænta.

Algengar spurningar og svör Hvað vilt þú vita?

Já, að nýta hluta iðgjalds í tilgreinda séreign hefur áhrif á þau réttindi sem sjóðsfélagi safnar hjá sínum lífeyrissjóði.

Einstaklingar þurfa því að vega og meta kosti og galla þess að nýta tilgreinda séreign og þá sérstaklega:

  • Þeir sem sjá fram á að hætta snemma á vinnumarkaði.
  • Þeir sem eru með börn á framfæri og mikla greiðslubyrði.

Sumir lífeyrissjóðir bjóða reiknivélar á vefsíðum sínum þar sem hægt er að sjá áhrifin nánar.

Viðbótarlífeyrir

Ef þú ert með viðbótarlífeyrissparnað þarftu að tilkynna okkur um nýjan launagreiðanda. Við munum þá senda honum afrit af samningum þínum.

Tilgreind séreign

  • Ef þú heldur áfram að greiða í sama lífeyrissjóð þarf ekkert að gera.
  • Ef þú skiptir um lífeyrissjóð þarftu að fara inn á sjóðsfélagavef nýja sjóðsins og óska eftir að tilgreind séreign verði ráðstafað til Allianz.

Umsóknarferlið getur verið mismunandi eftir lífeyrissjóðum. Við erum reiðubúin að fara yfir málið með þér og aðstoða ef þarf, svo ekki hika við að hafa samband. Þú getur haft samband í síma 595 3300 eða með því að senda tölvupóst á [email protected].

Allianz er skylt samkvæmt þýskum lögum að skila 90% af umframhagnaði aftur til viðskiptavina (þ.e. umfram þá ávöxtun sem áætluð var við upphafs samnings). Allianz hefur verið að skila 94-98% sem þýðir að Allianz gerir betur en lofað er. Viðskiptavinir Allianz njóta góðs af því, ekki eingöngu fyrirtækið.

Millifærslugjald er það gjald sem er greitt samkvæmt gjaldskrá Íslandsbanka fyrir hvert iðgjald sem er sent til Allianz í Þýskalandi. 1€ fyrir hverja færslu.

Já, hægt er að stöðva greiðslur tímabundið hvenær sem er á samningstímanum án tímatakmarkana. Hafa skal samband við skrifstofu Allianz í síma 595-3300 eða senda tölvupóst á [email protected] ef óskað er eftir að stöðva greiðslur eða ef greiðslur munu stöðvast af öðrum ástæðum (t.d. vegna veikninda eða náms).

Ef iðgjöld hætta alfarið að berast fer samningurinn í svokallað "iðgjaldafrí" þar sem inneign ávaxtast til samningsloka.

Útborgunarreglur fylgja þeim lífeyrissjóði sem sjóðsfélagi greiðir til.

Almennt get útgreiðslur úr tilgreindri séreign hafist við 62 ára aldur. Sé ákveðið að hefja útgreiðslu þá er inneigninni skipt í mánaðarlegar greiðslur sem greiðast til 67 ára.

Ef þú hefur verið metinn til örorku getur þú rétt á að fá inneignina greidda út. Framvísa þarf staðfestingu frá Tryggingastofnun ríkisins (TR).

Útborgunartími:

  • Að lágmarki 7 ár*
  • Eða á þeim tíma sem vantar upp á 60 ára aldur

*Eingreiðsla: Ef innstæðan er undir ákveðnum viðmiðum greiðist hún út í eingreiðslu. Viðmiðið er 500.000 kr. vísitölutryggt frá 1996 (1.879.968 kr. í ágúst 2025) og uppfærist mánaðarlega miðað við vísitölu neysluverðs."

Já, allar greiðslur sem eiga uppruna sinn hjá samtryggingarsjóði skerða greiðslur frá Tryggingastofnun.

Þetta á bæði við útgreiðslu til rétthafa og lögerfingja.

Uppsagnarvirði er inngreidd iðgjöld ásamt ávöxtun að frádregnum kostnaði við samning. Uppsagnarvirði kemur eingöngu til ef samningi er rift fyrir samningslok og inneign flutt til annars vörsluaðila eða greidd út í þeim tilfellum sem það er heimilt samkvæmt lögum.

Í sumum tilvikum geta erlendir ríkisborgarar sem flytjast af landi brott fengið iðgjöld sem þeir hafa greitt í íslenskan lífeyrissjóð endurgreidd (ríkisborgarar utan neðangreindra landa og svæða).

Ekki er veitt endurgreiðsla ef sjóðfélagi er ríkisborgari og/eða með fasta búsetu í einhverju eftirtalinna landa:

  • EFTA-löndin: Ísland, Liechtenstein og Noregur auk Sviss.
  • Lönd innan ESB
  • Bandaríkin
  • Bretland
  • Kanada

Ekki er veitt endurgreiðsla ef sjóðfélagi er með tvöfalt ríkisfang þar sem annað ríkisfangið er innan EES-svæðisins.

Útgreiðsla til lögerfingja við andlát

Erfðaskipti: Ef samningshafi fellur frá skiptist inneignin milli erfingja samkvæmt íslenskum lögum um hjúskap og erfðir:

  • Ef samningshafi er giftur/í sambúð og á börn: Maki fær 2/3 og börn fá 1/3 af inneigninni
  • Ef samningshafi á ekki börn: Maki erfir alla inneignina
  • Ef samningshafi á ekki maka: Börnin erfa alla inneignina
  • Ef samningshafi á hvorki maka né börn: Inneignin rennur til dánarbúsins

Skattaleg áhrif: Tekjuskattur er greiddur við útgreiðslu.

Útgreiðsluferli: Allianz á Íslandi sér um öll samskipti við Allianz í Þýskalandi og annast nauðsynlega gagnaöflun. Ef frekari gagna er þörf verður haft samband við umboðsmann dánarbúsins.

Ferlið tekur yfirleitt nokkrar vikur og þurfa lögerfingjar að leggja fram skilríki og bankaupplýsingar.