Spurt og svarað

Finnir þú ekki svar á þessari síðu hvetjum við þig að
senda okkur póst á allianz@allianz.is eða hafa
samband í síma 595-3300


Heilsu- og sjúkdómatrygging

Algengar spurningar

Hverjir geta sótt um heilsu- og sjúkdómatryggingu?
Allir á aldrinum 18 til 54 ára geta sótt um heilsu- og sjúkdómatryggingu, en Allianz metur hvern viðskiptavin eftir aldri, starfi, heilsu og tómstundum.
Hvað er mánaðarlegur tekjulífeyrir há fjárhæð?
Tryggingartaki ákveður það í upphafi samnings og getur upphæðin verið frá 50€ – 5.000€
Hvaða skilyrði eru fyrir því að fá greiddar út bætur?
Tekjulífeyrir er greiddur ef líkamleg eða andleg færni skerðist samfleytt í að minnsta kosti 12 mánuði (skv. mati sérfræðilæknis).

Eingreiðsla er greidd ef hinn tryggði er greindur með einn af neðangreindum sjúkdómum:
– Krabbamein
– Hjartaáfall
– Heilablóðfall/Slag
– MS (heila-og mænusigg)
– Dá (Kóma)
– Þverlömun

Tryggingataki getur sótt um bætur 28 dögum eftir greiningu og þarf sérfræðilæknir að staðfesta sjúkdóminn.

Hvað þarf ég að gera ef ég skipti um kreditkort?
Skuldfærslur færast ekki sjálfkrafa á milli kreditkorta og þarf því að tilkynna um nýtt kort til skrifstofu Allianz

Ævilífeyrir Allianz

Algengar spurningar

Af hverju ætti ég að vera með séreignarsparnað / viðbótarlífeyrissparnað ?
Launþegi á rétt á mótframlagi frá launagreiðanda samkvæmt kjarasamningi.
Fjármagnstekjuskattur greiðist ekki af viðbótarlífeyristryggingu.
Skerðir hvorki barna- né vaxtabætur.
Skattalegt hagræði myndast þar sem iðgjald er ekki skattlagt við innborgun.
Úttekt getur hafist við 60 ára aldur.
Sveigjanlegar reglur um útborgun.
Hærri ráðstöfunartekjur á eftirlaunaárunum.
Þægilegt sparnaðarform þar sem launagreiðandi sér um að greiða sparnaðinn til vörsluaðila.
Hvað þýðir tryggð lágmarksávöxtun?
Tryggð lágmarksávöxtun þýðir að ávöxtun á sparnaði getur ekki orðið neikvæð ef viðskiptavinur heldur samninginn.
Hvaða útgreiðslumöguleikar eru í boði fyrir viðskiptavin þegar hann kemst á lífeyristökualdur?
Viðskiptavinir Allianz hafa fjölbreytt val um útgreiðslu. Þeir geta fengið:

A) Eingreiðslu
B) Ævilangan lífeyri.
C) Tekið hluta sem eingreiðslu og hluta sem ævilangan lífeyri.

Er hægt að stöðva greiðslur tímabundið?
Samningar um Ævilífeyri Allianz sem stofnaðir voru fyrir 1. apríl 2005 hafa rétt á að fara í 24 mánaði iðgjaldafrí en samningar sem stofnað var til eftir 1. apríl 2005 hafa rétt á 36 mánaða iðgjaldafríi.

Tryggingarvernd í iðgjaldafríi er mismunandi eftir stöðu og tegund hvers samnings og við hvetjum viðskiptavini til að kynna sér málið vel. Hafi endurkaupsvirði náð 2.000 evrum getur samningurinn verið í ávöxtun án iðgjaldagreiðslu til samningsloka.

Hvaða áhrif hefur það að stoppa samninginn vegna þátttöku í lánaúrræðinu?
Til að rétthafar gætu nýtt tímabundna heimild samkvæmt bráðabirgðaákvæði XVI við lög nr. 129/1997 til ráðstöfunar iðgjalds til lækkunar húsnæðisskulda án þess að það væri til tjóns fyrir viðkomandi (þ.e. viðkomandi þyrfti ekki að segja upp samningi) var samþykkt af Allianz Lebensversicherungs að tryggingarsamningar yrðu frystir eða læstir þar til úrræðinu líkur.

Til þess að viðskiptavinir gætu nýtt sér úrræðið þurfti því að breyta tímabundið um framkvæmd samninga þeirra sem sóttu um úrræðið (frá því sem kemur fram í skilmálum samningsins), þ.e. samningurinn var frystur og öll inngreidd iðgjöld rétthafa færð á sérstakan ISK biðreikning á nafni viðkomandi. Fjárhæðir umfram hámark ráðstöfunar skv. bráðabirgðaákvæðinu, ef um slíkar væri að ræða, safnast upp á þeim reikningi á tímabilinu meðan úrræðið er virkt og greiðast í síðasta lagi inn á tryggingarsamninginn í lok tímabilsins.

Má aðeins fara tvisvar sinnum í stopp?
Viðskiptavinur getur stöðvað iðgjaldagreiðslur eins oft og þörf er á.

Við stopp á samningum þ.e þegar að iðgjaldagreiðslur eru látnar niður falla í ákveðinn tíma þá styttist upprunalegi samningstíminn í samræmi við það hlé sem gert er.

Samningurinn er reiknaður upp miðað við nýjar forsendur og lokagreiðslur lækka í samræmi við styttri samningstíma.

Hvað er hagnaðarhlutdeild?
Allianz er skylt samkvæmt þýskum lögum að skila 90% af umframhagnaði aftur til viðskiptavina (þ.e. umfram þá ávöxtun sem áætluð var við upphafs samnings). Allianz hefur verið að skila 94-98% sem þýðir að Allianz gerir betur en lofað er. Viðskiptavinir Allianz njóta góðs af því, ekki eingöngu fyrirtækið.
Hvað er endurkaupsvirði?
Endurkaupsvirði eru inngreidd iðgjöld ásamt ávöxtun að frádregnum kostnaði við samning en kemur eingöngu til ef samning er slitið fyrir samningslok.
Hvað er millifærslugjald?
Millifærslugjald er það gjald sem er greitt samkvæmt gjaldskrá Íslandsbanka fyrir hvert iðgjald sem er sent til Allianz í Þýskalandi. 1€ fyrir hverja færslu.
Geta erlendir ríkisborgarar sótt um útgreiðslu þegar þeir flytja úr landi?
Erlendum ríkisborgurum innan og utan EES- svæðisins heimilt að sækja um útgreiðslu á inneign í Ævilífeyri Allianz við flutning frá Íslandi. (4. mgr.19. gr. laga nr. 129/1997). Þetta á þó aðeins við ef slík endurgreiðsla er ekki óheimil samkvæmt milliríkjasamningi á milli Íslands og heimalands.
Leggja þarf fram afrit af vegabréfi og staðfestingu á flutningi úr landi frá Þjóðskrá. (Confirmation from Registers Iceland)
Er hægt að fá greiðslur úr séreignarsparnaði fyrir lífeyristökualdur?
Samningshafar 60 ára og eldri geta tekið út fyrirframgreiðslu eða sagt upp samningi sínum og fengið endurkaupsvirði greitt út.
Er hægt að fá greiðslur úr séreignarsparnaði við örorku?
Gegn framvísun fullgilds örorkuvottorðs (ekki tímabundið) geta samningshafar sagt upp samningi og fengið endurkaupsvirði greitt út.

Ef inneign er lægri en viðmiðunarmörk (500.000 kr. vísitölutryggt frá 1996 skv. reglugerð nr. 698/1998 11.gr. – 1.338.025 kr. í maí 2019) greiðist inneignin út í eingreiðslu.

Ef inneignin er hærri greiðist hún með jöfnum árlegum greiðslum á sjö árum ef örorka er metin 100%. Ef örorkuprósentan er lægri lækkar árleg útborgun í hlutfalli við lækkun örorkuprósentunnar og úttektartíminn lengist samsvarandi. Sem dæmi við 50% örorkumat er greiðslutímabilið 14 ár.

Er hægt að ráðstafa iðgjöldum inn á húsnæðislán?
Það er hægt hjá Allianz eins og öðrum vörsluaðilum.

Þegar sótt hefur verið um að ráðstafa iðgjöldum inn á lán í gegnum vef RSK er samningurinn settur í bið hjá Allianz í Þýskalandi til 1. júlí 2021. Iðgjöld sem eru umfram heimild RSK eru geymd á biðreikningi í nafni samningshafa. Fjárhæðir umfram hámark ráðstöfunar skv. bráðabirgðaákvæðinu, ef um slíkar væri að ræða, safnast upp á þeim reikningi á tímabilinu meðan úrræðið er virkt og greiðast í síðasta lagi inn á tryggingarsamninginn í lok tímabilsins.

Skv. 9 gr. reglugerðar um samræmt verklag við ráðstöfun séreignarsparnaðar til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar „er vörsluaðila séreignarsparnaðar heimilt að taka gjald af rétthafa vegna kostnaðar við ráðstöfun iðgjalda rétthafa til lánveitanda eða við útgreiðslu húsnæðissparnaðar. Vörsluaðili skal draga gjald vegna kostnaðar frá iðgjaldi áður en því er skilað til lánveitanda eða frá útgreiðslu húsnæðis­sparnaðar.“ Hjá Allianz nemur þetta gjald 250 kr. af hverri millifærslu til að mæta útlögðum tækni- og bankakostnaði.

Svör við algengum spurningum má finna á vef RSK www.leidretting.is

Er hægt að ráðstafa iðgjöldum til kaupa á húsnæði?
Frá og með 1. júlí 2017 geta þeir sem eru að kaupa fyrstu fasteign safnað allt að 10 ára iðgjöldum í útborgun og/eða til greiðslu inn á húsnæðislán. Ekki er hægt að nýta sér þetta úrræði í gegnum Allianz tryggingasamninga.

Ástæðan er sú að Allianz er með þýska tryggingasamninga, en ekki sjóð, og ekki er hægt að breyta skilmálum tryggingasamninga afturvirkt. Iðgjöld eru greidd mánaðarlega inn á tryggingarsamning hjá Allianz í Þýskalandi og því ekki hægt að ráðstafa þeim til kaupa á íbúðarhúsnæði.

Ef þú þarft nánari upplýsingar hafðu þá samband við okkur í síma 595 3300

Ef andlát ber að höndum
Hafa þarf samband við skrifstofu Allianz með því að senda póst á allianz@allianz.is eða hafa samband í s. 595-3300 og tilkynna andlát.

Allianz á Íslandi mun annast gagnaöflun og sjá um samskipti við Allianz í Þýskalandi. Ef óskað verður eftir viðbótarupplýsingum eða ítarlegri gögnum verður haft samband við rétthafa.

Ferlið getur tekið nokkrar vikur og verður óskað eftir bankaupplýsingum þegar kemur að útgreiðslu.


Lífeyristrygging (Renten)

Algengar spurningar

Hvað er lífeyristrygging Allianz?
Lífeyristrygging Allianz er fyrir þá sem vilja öruggan sparnað í sterkum gjaldmiðli. Hægt er að kaupa viðbótartryggingu sem margfaldar bótafjárhæð vegna andláts af völdum slyss, sem er góður kostur fyrir þá sem ekki fá hefðbundna líftryggingu annars staðar. Sparnaðurinn er með tryggður í evrum út samningstímann.
Af hverju lífeyristrygging Allianz?
Til að tryggja fjárhagslegt öryggi við starfslok.
Hverjir geta keypt lífeyristryggingu Allianz?
Lífeyristrygging Allianz er fyrir alla þá sem vilja spara til lengri tíma og hafa ávöxtun sína tryggða í samningslok.
Hvað verður um sparnaðinn minn ef ég fell frá?
Lífeyristrygging Allianz er greidd út til þess aðila sem þú velur við upphaf samnings. Hægt er að breyta um rétthafa dánarbóta með því að undirrita samning þess efnis.
Get ég stöðvað greiðslur tímabundið?
Samningar sem stofnaðir voru fyrir 1. apríl 2005 hafa rétt á að fara í 24 mánaða iðgjaldafrí en samningar sem stofnað var til eftir 1. apríl 2005 hafa rétt á 36 mánaða iðgjaldafríi. Tryggingarvernd í iðgjaldafríi er mismunandi eftir stöðu og tegund hvers samnings og við hvetjum viðskiptavini til að kynna sér málið vel.

Hafi endurkaupsvirði náð 2.000 evrum getur samningurinn verið í ávöxtun án iðgjaldagreiðslu til samningsloka. Einnig er hægt að óska eftir lækkun á iðgjaldi með því að hafa samband við skrifstofu Allianz.

Er hægt að halda áfram með lífeyristryggingu Allianz þó ég flytji úr landi?
Hægt er að halda áfram með lífeyristryggingu Allianz en bankaviðskiptin þurfa að fara fram í gegnum Ísland.
Er hægt að fá lán út á lífeyristryggingu Allianz?
Mögulegt er að fá lán út á sparnað að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Endurkaupsvirði þarf að vera um 6000 € eða hærra til að fá lágmarkslán sem er 5000 €
Hvað þarf ég að gera ef ég skipti um kreditkort?
Skuldfærslur færast ekki sjálfkrafa á milli kreditkorta og þarf því að tilkynna um nýtt kort til skrifstofu Allianz
Get ég greitt meira inn á lífeyristrygginguna mína?
Hægt er að greiða einu sinni á ári eingreiðslu að lágmarki 1.000€ og að hámarki 20.000€.
Ef andlát ber að höndum
Hafa þarf samband við skrifstofu Allianz með því að senda póst á allianz@allianz.is eða hafa samband í s. 595-3300 og tilkynna andlát.

Allianz á Íslandi mun annast gagnaöflun og sjá um samskipti við Allianz í Þýskalandi. Ef óskað verður eftir viðbótarupplýsingum eða ítarlegri gögnum verður haft samband við rétthafa.

Ferlið getur tekið nokkrar vikur og verður óskað eftir bankaupplýsingum þegar kemur að útgreiðslu.

Ef andlát af slysförum ber að höndum
Ef í tryggingunni eru innifaldar sérstakar bætur vegna andláts af slysförum (sjá tryggingaskírteini) þarf að hafa þarf samband við skrifstofu Allianz með því að senda póst á allianz@allianz.is eða hafa samband í s. 595-3300 og tilkynna andlát.

Allianz á Íslandi mun sjá um samskipti við Allianz í Þýskalandi. Óskað verður eftir gögnum ef þörf krefur s.s lögregluskýrslu og/eða vottorði frá lækni þar sem dánarorsök er tilgreind.

Ferlið getur tekið nokkrar vikur og verður óskað eftir bankaupplýsingum þegar kemur að útgreiðslu.


Líftryggingar

Algengar spurningar

Geta allir fengið líftryggingu?
Nei, það geta ekki allir fengið líftryggingu. Allianz metur sérstaklega hvern viðskiptavin sem sækir um líftryggingu. Hafðu samband við ráðgjafa Allianz til að fá nánari upplýsingar.
Hvernig líftryggingar selur Allianz?
Allianz selur þrjár mismunandi tegundir líftrygginga: líftryggingu án söfnunar (Risiko Leben), Samtryggingu (líftrygging fyrir tvo aðila) og líftryggingu með söfnun (Leben).
Hver er helsti munurinn á líftryggingum Allianz og hinum hefðbundnum líftryggingum í boði á íslandi?
Allianz býður upp á óbreytt iðgjald út samningstímann.

Ef hinn tryggði fellur frá innan 3ja mánaða frá fæðingu/ættleiðingu barns eða innan 3ja mánaða frá upphafi byggingar eigin húsnæðis eða kaupa á fasteign til eigin nota er greidd aukagreiðsla, að fjárhæð 25.000€

Hægt er að fara fram á að umsamin líftryggingar-fjárhæð verði greidd út fyrirfram, komi til alvarlegs sjúkdóms á lokastigi.

Er dýrara fyrir þá sem reykja að líftryggja sig?
Já, það er dýrara fyrir reykingarfólk að líftryggja sig en hægt er að breyta líftryggingunni í reyklausa ef viðkomandi hefur verið reyklaus í 12 mánuði eða lengur.
Hver fær greiddar dánarbætur ?
Viðskiptavinir ákveða hver fær dánarbæturnar þegar þeir gera samninginn. Hægt er breyta um aðila með því að hafa samband við Allianz.
Er hægt að breyta iðgjaldi?
Hægt er að breyta iðgjaldi á ýmsa vegu. Hafðu samband við Allianz til að fá nánari upplýsingar.
Hvenær tekur tryggingin gildi?
Líftrygging tekur gildi fyrsta dag þarnæsta mánaðar. Allianz býður upp á tímabundna tryggingarvernd fyrir fráfall ef það tengist ekki heilbrigðisástandi hins tryggða á þeim tíma þegar tímabundna tryggingaverndin tekur gildi. Upphæð tímabundnu tryggingaverndarinnar verður þó aldrei hærri en 15.000 evrur. Tímabundin tryggingarvernd tekur gildi þegar skrifstofa Allianz í Þýskalandi móttekur samninginn, og stendur þar til samningurinn tekur formlega gildi að því gefnu að Allianz geti tryggt viðkomandi.
Hvað þarf ég að gera ef ég skipti um kreditkort?
Skuldfærslur færast ekki sjálfkrafa á milli kreditkorta og þarf því að tilkynna um nýtt kort til skrifstofu Allianz
Get ég stöðvað greiðslur tímabundið?

Líftrygging með söfnun:
Hægt er að stöðva greiðslur tímabundið, engin tryggingavernd fyrir hendi á meðan. Ef iðgjaldagreiðslustopp varir lengur en í 6 mánuði þarf að fara í nýtt áhættumat.
Alltaf þarf að hafa samband við skrifstofu Allianz ef ákveðið er að stöðva greiðslur iðgjalda.

Líftrygging án söfnunar:
Hægt er að stöðva iðgjaldagreiðslur, en skilgreina þarf tímabilið fyrirfram. Engin tryggingavernd fyrir hendi á meðan iðgjöld eru ekki greidd.
Alltaf þarf að hafa samband við skrifstofu Allianz ef ákveðið er að stöðva greiðslur iðgjalda.

Ef andlát ber að höndum
Hafa þarf samband við skrifstofu Allianz með því að senda póst á allianz@allianz.is eða hafa samband í s. 595-3300 og tilkynna andlát.

Allianz á Íslandi mun annast gagnaöflun og sjá um samskipti við Allianz í Þýskalandi. Ef óskað verður eftir viðbótarupplýsingum eða ítarlegri gögnum verður haft samband við rétthafa.

Ferlið getur tekið nokkrar vikur og verður óskað eftir bankaupplýsingum þegar kemur að útgreiðslu.

Ef andlát af slysförum ber að höndum
Ef í tryggingunni eru innifaldar sérstakar bætur vegna andláts af slysförum (sjá tryggingaskírteini) þarf að hafa þarf samband við skrifstofu Allianz með því að senda póst á allianz@allianz.is eða hafa samband í s. 595-3300 og tilkynna andlát.

Allianz á Íslandi mun sjá um samskipti við Allianz í Þýskalandi. Óskað verður eftir gögnum ef þörf krefur s.s lögregluskýrslu og/eða vottorði frá lækni þar sem dánarorsök er tilgreind.

Ferlið getur tekið nokkrar vikur og verður óskað eftir bankaupplýsingum þegar kemur að útgreiðslu.


Slysatryggingar

Algengar spurningar

Eru maki og/eða börnin tryggð ef ég tek slysatryggingu?
Maki er tryggður í þrjá mánuði eftir giftingu og hvert barn í þrjá mánuði frá fæðingu án hækkunar iðgjalds. Hægt er að óska eftir framlengingu að kostnaðarlausu um níu mánuði með því að hafa samband við Allianz.
Tryggingarupphæð fyrir hvern einstakling sem bætist við er 60.000 evrur og greiðist í hlutfalli við örorkumat. Dánarbætur vegna fráfalls maka eru 12.000 evrur og 6.000 evrur vegna fráfalls barns.
Geta allir fengið slysatryggingu?
Það geta ekki allir fengið slysatryggingu og er hver og einn metinn eftir aldri og heilsufari.
Hvar gildir slysatryggingin?
Tryggingin gildir hvar sem er og hvenær sem er, en þó aðeins í ákveðinn tíma í stríðshrjáðum löndum og þar sem styrjaldir brjótast út, sjá skilmála.
Hver er skilgreiningin á slysi?
Það telst slys ef hinn tryggði bíður óviljandi heilsutjón vegna skyndilegs atburðar (slysatilvik) sem verkar á líkama hans utan frá. Frekari skilgreiningar eru í skilmálum.
Get ég stöðvað greiðslur tímabundið?
Hægt er að stöðva greiðslur í allt að 24 mánuði – en á meðan greiðslur berast ekki er engin tryggingarvernd og samningstíminn framlengist sem þessu tímabili nemur. Önnur úrræði eru t.d að lækka iðgjald. Til að óska eftir lækkun á iðgjaldi þarf að hafa samband við skifstofu Allianz. Ef um er að ræða slysatryggingu með endurgreiddu iðgjaldi (UBR) er ekki er hægt að hækka iðgjaldið aftur. Ef greiðslum er hætt á slysatryggingu með endurgreiddu iðgjaldi (UBR) ávaxtast inneign til samningsloka án tryggingarverndar.
Hvað þarf ég að gera ef ég skipti um kreditkort?
Skuldfærslur færast ekki sjálfkrafa á milli kreditkorta og þarf því að tilkynna um nýtt kort til skrifstofu Allianz
Ef andlát af slysförum ber að höndum
Ef í tryggingunni eru innifaldar sérstakar bætur vegna andláts af slysförum (sjá tryggingaskírteini) þarf að hafa þarf samband við skrifstofu Allianz með því að senda póst á allianz@allianz.is eða hafa samband í s. 595-3300 og tilkynna andlát.

Allianz á Íslandi mun sjá um samskipti við Allianz í Þýskalandi. Óskað verður eftir gögnum ef þörf krefur s.s lögregluskýrslu og/eða vottorði frá lækni þar sem dánarorsök er tilgreind.

Ferlið getur tekið nokkrar vikur og verður óskað eftir bankaupplýsingum þegar kemur að útgreiðslu.


Barnatryggingar

Algengar spurningar

Hversu gömul þurfa börn að vera til að fá tryggingu?
Allianz tryggir börn á öllum aldri. Best er að hafa samband við ráðgjafa Allianz til að fá frekari upplýsingar um barnatryggingar Allianz.
Af hverju ætti ég að kaupa tryggingu fyrir barnið mitt?
Fáir vita að skyldutrygging barna gildir alla jafna í og við skóla, leikskóla, dagskóla, gæsluvelli og á sumarnámskeiðum sveitafélaga. Flest slys á börnum verða hins vegar á heimilum og í frítíma skv. embætti landlæknis. Slysatrygging Allianz nær yfir öll slys í hinu daglega lífi, þar með talið slys sem kunna að verða á tönnum barna. Tryggingin gildir 24 tíma á sólarhring, alla daga ársins og hvar sem er í heiminum.
Hvað þarf ég að gera ef ég skipti um kreditkort?
Skuldfærslur færast ekki sjálfkrafa á milli kreditkorta og þarf því að tilkynna um nýtt kort til skrifstofu Allianz