Tilkynna tjón vegna slyss

Örskýring á 30 sekúndum Tjónatilkynning

 • Fyrsta skrefið er að fylla út tjónatilkynningu og senda á [email protected]
  Tilkynning er síðan send til Allianz í Þýskalandi sem að metur bótarétt viðskiptavinar.
 • Athugið að tjónatilkynning verður að berast innan 12 mánaða frá slysadegi.
 • Sé bótaréttur samþykktur er viðskiptavinur upplýstur um það.
 • Í kjölfarið þarf hann að sækja um þær bætur sem innifaldar eru í hans tryggingu og eiga við.
  • Hafa þarf í huga tímamörk og hvaða fylgigögn þurfa að fylgja bótakröfu.
  • Hægt að að skoða hvern bótaflokk fyrir sig hér að neðan.
 • Í tryggingarskírteininu koma fram hvaða tryggingagreiðslur hefur verið samið um.

Tjónaferlið

Skref 1

Viðskiptavinur fyllir út tjónatilkynningu og sendir á [email protected]

Skref 2

Allianz í Þýskalandi fer yfir og samþykkir eða hafnar

Skref 3

Hafi tjónatilkynning verið samþykkt getur viðskiptavinur nú sótt um bætur í samstarfi við tjónafulltrúa Allianz á Íslandi

Tegundir slysabóta

Hér er um valkvæða viðbót við Slysatryggingu Allianz að ræða, hægt er að sjá hvað er innifalið í slysatryggingu í tryggingaskírteini.

Leggja þarf fram yfirlýsingu frá sjúkrahúsi með upplýsingum um sjúkrahúsdvöl og ástæðu hennar.

Bætur þessar eru tekjuskattskyldar og skerða greiðslur frá Tryggingastofnun. Heimilt er að skrá gögn á skattskýrslu vegna beins kostnaðar vegna slyss sem er þá frádráttarbær frá tekjuskattsgreiðslu.

Hér er um valkvæða viðbót við Slysatryggingu Allianz að ræða, hægt er að sjá hvað er innifalið í slysatryggingu í tryggingaskírteini.

Bráðabætur eru greiddar einu sinni vegna hvers slyss ef hinn tryggði beinbrotnar eða ef vöðvi, sin, band eða liðpoki slitnar alveg við slysið. (sjá nánar í skilmálum).

Hér er um valkvæða viðbót við Slysatryggingu Allianz að ræða, hægt er að sjá hvað er innifalið í slysatryggingu í tryggingaskírteini.

Réttur til 50% biðtímabóta er fyrir hendi þegar líkamleg eða andleg hæfni hins tryggða er:

 • Skert um 100% vegna slyssins, eftir 3 mánuði talið frá slysadegi, án áhrifa sjúkdóma eða kvilla.
 • Skerðingin hefur staðið óslitið innan þessara 3ja mánaða.

Réttur til þeirra 50% sem eftir eru eða fullra biðtímabóta verður til þegar líkamleg eða andleg hæfni hins tryggða er:

 • Skert um meira en 50% eða 100%* vegna slyssins, eftir 6 mánuði talið frá slysadegi, án áhrifa sjúkdóma eða kvilla.
 • Skerðing hefur staðið óslitið innan þessara 6 mánaða.

Kröfuna verður að leggja fram ásamt læknisvottorð í síðasta lagi 4 eða ef við á 7 mánuðum eftir að slysið varð. Það gildir óháð því hvort þú hafir áður tilkynnt okkur um slysið eða ekki.
Ef þú gætir ekki frestsins til að leggja kröfuna fram getur það leitt til þess að réttur til biðtímabóta falli niður.

Bætur þessar eru tekjuskattskyldar og skerða greiðslur frá Tryggingastofnun. Heimilt er að skrá gögn á skattskýrslu vegna beins kostnaðar vegna slyss sem er þá frádráttarbær frá tekjuskattsgreiðslu.

Réttur til örorkubóta er fyrir hendi þegar andleg eða líkamleg hæfni hin tryggða skerðist varanlega vegna slyss (örorka) og örorkan er:

 • Komin fram innan 1 árs eftir slysið
 • Hefur verið skriflega staðfest af lækni innan 15 / 24*mánaða frá slysadegi
 • Þú hefur lagt fram kröfu vegna örorku innan 15 / 24* mánaða frá slysadegi (jafnvel þó þú hafir þegar tilkynnt okkur um slysið)

Ef þessum kröfum er ekki fullnægt fellur réttur til örorkubóta niður.

* Samkvæmt skilmálum tryggingarinnar

Hér er um valkvæða viðbót við Slysatryggingu Allianz að ræða, hægt er að sjá hvað er innifalið í slysatryggingu í tryggingaskírteini.

Viðbótarvernd tryggir hámarksgreiðslu örorkubóta við 50% örorku.

Við alvarlega áverka af völdum slyss, t.d. blindu, greiðast 10% umsaminnar örorkuupphæðar, þó að hámarki

25.000 evrur. Bætur sem eru greiddar strax dragast frá síðari örorkubótum.

Hér er um valkvæða viðbót við Slysatryggingu Allianz að ræða, hægt er að sjá hvað er innifalið í slysatryggingu í tryggingaskírteini.

Viðbótartrygging sem tryggir mánaðarlegan tekjulífeyri til æviloka ef örorka er metin 50% eða meiri. Nánari skilyrði um rétt til bóta er að finna í tryggingaskírteininu.

Bætur þessar eru tekjuskattskyldar og skerða greiðslur frá Tryggingastofnun. Heimilt er að skrá gögn á skattskýrslu vegna beins kostnaðar vegna slyss sem er þá frádráttarbær frá tekjuskattsgreiðslu.

Leitar-, björgunar- og flutningskostnaður.

Í slysatryggingu þinni er kostnaður við lýtaaðgerðir vegna slyss tryggður.

 • Við greiðum ef útlit hins tryggða helst varanlega skaðað eftir að læknismeðferð er lokið.
 • Ef hinn tryggði lætur framkvæma aðgerð til að lagfæra þennan skaða berum við kostnaðinn sem tengist aðgerðinni og klínískri meðferð.
 • Ef annar bótaskyldur aðili (t.d. sjúkratryggingar) kemur að málinu greiðum við aðeins kostnaðinn sem umfram er.
 • Vinsamlega láttu aðra bótaskylda aðila (t.d. sjúkratryggjendur ábyrgðatrygginga mótaðilans) staðfesta hvort og hversu hár kostnaður var bættur. Áritun á frumrit reiknings nægir.
 • Aðgerðin verður að hafa farið fram fyrir lok þriðja árs frá slysadegi.

Tilkynninga- og upplýsingaskylda

Í tryggingarsamningum er tilgreint hvaða tilkynninga- og upplýsingaskyldu þú hefur eftir tilkomu bótamáls.

Við bendum þér sérstaklega í stuttu máli á eftirfarandi atriði:

 • Skyldu til að veita upplýsingar til staðfestingar á bótamálinu eða umfangi greiðsluskyldu okkar, einkum upplýsingar sannleikanum samkvæmt í slysatilkynningunni sem þú sendir.
 • Rannsókn lækna í umboði okkar í því umfangi sem nauðsynlegt er til að staðfesta greiðsluskyldu okkar.
 • Leyfisveitingu til annarra tryggingafélaga og yfirvalda til að veita allar nauðsynlegar upplýsingar sem þarf til að kanna kröfurnar sem lagðar eru fram.
 • Ef brotið er gegn samningsbundnum skyldum að yfirlögðu ráði erum við ekki greiðsluskyld. Ef brotið er gegn þeim af vítaverðu gáleysi er hægt að skerða bætur eftir því hve sökin er mikil.
 • Greiðsluskylda er þó fyrir hendi einnig þegar um er að ræða brot af yfirlögðu ráði og vítavert gáleysi ef brotið gegn skyldunni hefur hvorki áhrif á staðfestingu bótamálsins né staðfestingu umfangs greiðsluskyldu okkar, nema ef brotið er gegn skyldunni í blekkingarskyni.

* Fer eftir gildandi skilmála tryggingarinnar