Samstarf við Einstök börn

Samstarf við Einstök börn
Work-with-us

Eins og við sögðum áður frá skiptir máli að láta gott af sér leiða til samfélagsins. Í þeim anda hefur Allianz ákveðið að styrkja félagið Einstök börn til áframhaldandi góðra verka, en þetta er annar styrkurinn af þremur sem Allianz veitir á þessu ári.

einstokborn.png

Einstök börn fagna þessa dagana 25 ára afmæli en félagið var stofnað 13 mars 1997. Áhersla félagsins er að veita börnum með sjaldgæfa sjúkdóma stuðning sem og fjölskyldum þeirra. Sjúkdómarnir og skerðingar sem þessi börn og ungmenni lifa með eru allir langvinnir og hafa varanlega áhrif á líf þeirra og fjölskyldna. Í flestum tilfellum eru þetta einnig það sjaldgæfir sjúkdómar að þeir hafa lítið verið rannsakaðir og oft ekki nein eiginleg meðferð við þeim. Vegna þess hversu sjaldgæfir þessir sjúkdómar eru eiga þessi börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra engin félagssamtök að leita til eftir aðstoð hjá líkt og oft á við um algengari sjúkdóma.

Markmið félagsins er að styðja við bakið á fjölskyldum barna með sjaldgæfa sjúkdóma eða heilkenni. Jafnframt gæta hagsmuna þeirra, vinna með og að því að fræða stjórnvöld og almenning um sjaldgæfa sjúkdóma.

Við hvetjum alla sem geta lagt hönd á plóg að styrkja félagið. Það er hægt að gera með einföldum hætti inni á heimasíðu Einstakra barna, hvort sem er með einni greiðslu eða mánaðarlegum framlögum.

Fyrst birt: 7.7.2022