Um Allianz

Tryggingarfélagið Allianz var stofnað í Berlín 5. febrúar 1890. Frá fyrsta degi hefur starfsemi félagsins verið samfelld sigurganga á tryggingamörkuðum í Þýskalandi og um allan heim. Allianz er ein stærsta tryggingasamsteypa veraldar með starfsemi  í yfir 70 þjóðlöndum, 148 þúsund starfsmenn og um 85 milljónir viðskiptavina.

Allianz opnaði skrifstofu á Íslandi í desember 1994 og býður Íslendingum persónutryggingar, þ.e. líf- og lífeyristryggingar, slysatryggingar og heilsu- og sjúkdómatryggingar í gegnum Allianz Lebensversicherung AG og Allianz Versicherung AG. Félögin eru skráð í  vátryggingafélagaskrá Fjármálaeftirlitsins, sbr. 30. gr. laga nr. 56/2010, um vátryggingastarfsemi, og hafa heimild til að veita þjónustu hér á landi. Allianz starfar hérlendis á grundvelli starfsleyfis frá þýska fjármálaeftirlitinu, BaFin, og lítur eftirliti BaFin. Frá árinu 2002 hefur Allianz  haft heimild Fjármálaráðherra til að bjóða hérlendis upp á samninga um viðbótarlífeyrissparnað, í samræmi við ákvæði laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.Allianz á að fullu eða hluta til fjölmörg tryggingarfélög, fjárfestingarfélög og stórfyrirtæki innan sem utan Þýskalands, fyrirtæki eins og RCM og Pimco. Þá er Allianz með stór útibú víða um heim, sbr. Allianz Australia, Allianz Hungaria, Allianz India, Allianz China ofl. Allianz á sér meira en hundrað tuttugu og fimm ára samfellda sögu velgegni og farsældar og er það sá grundvöllur sem fyrirtækið byggir á.

Íslenskir samstarfsaðilar

Áhugaverðir tenglar um Allianz