Allianz styrkir Einstök börn

Vefstjóri Uncategorized

Allianz Ísland fagnar 25 ára afmæli á þessu ári, en móðurfélagið var stofnað í Berlín árið 1890.

Allianz opnaði skrifstofu á Íslandi árið 1994 og hefur boðið Íslendingum persónutryggingar, þ.e. líf- og lífeyristryggingar, slysatryggingar og heilsu- og sjúkdómatryggingar í gegnum Allianz Lebensversicherung AG og Allianz Versicherung AG. Félagið býður einnig upp á viðbótarlífeyrissparnað í samræmi við ákvæði laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

Í tilefni afmælisins afhenti Þorsteinn Egilsson framkvæmdastjóri Allianz á Íslandi Guðrúnu Helgu Harðardóttur framkvæmdastjóra félags Einstakra barna, styrk að upphæð ein milljón króna á samveru fundi félagsins 8. september. Einstök börn er stuðningsfélag barna með sjaldgæfa og alvarlegra sjúkdóma og fjölskyldna þeirra.  Félagið hefur verið starfrækt í 22 ár og er markmið þess að gæta hagsmuna þeirra innan sem utan sjúkrahúsa.

Guðmundur Björgvin Gylfason formaður Einstakra barna, Erna Katrín Stefánsdóttir, Þorsteinn Egilsson, framkvæmdastjóri Allianz og Sigríður H. Baldursdóttir skrifstofustjóri Allianz.